Ferðaþjónustan: Sjálfbærni og þolmörk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. júní 2023 11:00 Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun