Myndband náðist af því þegar símanum var kastað í andlit Rexha sem hneig niður í kjölfarið. Sjá má í myndbandinu hvernig starfsfólk á tónleikunum kemur tónlistarkonunni til hjálpar. Hún fór eftir þetta á sjúkrahús þar sem hún fékk aðhlynningu.
Absolutely great show ruined by a fan throwing their phone at @BebeRexha hopefully she is ok after that pic.twitter.com/4eBScgurv5
— Alex Chavez (@captiv_8_) June 19, 2023
Ljóst er þó að í lagi er með Rexha eftir þetta. „Ég er góð,“ segir hún við myndir sem hún birti á samfélagsmiðlinum Instagram í dag. Á myndunum sýnir hún áverkana sem hún hlaut við það að fá símann í andlitið en hún er með glóðurauga á vinstra auga.
Samkvæmt Variety hefur lögreglan í New York handtekið 27 ára gamlan mann að nafni Nicolas Malvagna vegna gruns um að hafa kastað símanum í Rexha. Hann hefur verið ákærður fyrir líkamsárás.