Hvergi bangnir þrátt fyrir að hafa spilað 130 leiki án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2023 15:01 Leikmenn San Marínó niðurlútir eftir að fá á sig enn eitt markið. Gianluca Ricci/Getty Images San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi. San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi. Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk. Last night's 6-0 defeat in Finalnd means it is now 130 games without a win for San Marino - officially the world's worst international football team.@DTathletic spent a week in the tiny European state (population 33,700) to find out why they keep on trying.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023 San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi. San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi. Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk. Last night's 6-0 defeat in Finalnd means it is now 130 games without a win for San Marino - officially the world's worst international football team.@DTathletic spent a week in the tiny European state (population 33,700) to find out why they keep on trying.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023 San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira