Lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar ekki réttar Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. júní 2023 13:21 Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar frá fyrirtækinu ekki réttar að mati félagsins. Samsett mynd Svín öskra og ærast í gasklefa hjá Stjörnugrís áður en þau taka síðasta andardráttinn samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá fyrirtækinu. Lögmaður Stjörnugríss segir lýsingarnar ekki réttar. Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á að gasdeyfing svína verði bönnuð með lögum. Manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, sem er eina af fjórum svínasláturhúsum landsins sem notar gasdeyfingu við slátrun svína, segir svínin tryllast þegar þau eru gösuð. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir í samtali við fréttastofu að svín upplifi óþægindi í gasklefa, gasið valdi þeim stressi, þau bakki og reyni að komast úr aðstæðum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir málið hörmulegt og ljóst að deyfing svína með koltvíoxíðgasi sé ómannúðleg og grimm. „Einnig veldur þetta gas mikilli köfnunartilfinningu hjá dýrunum það er verið að dýfa þeim ofan í alltaf meira og meira magn af gasi og þau byrja að berjast um í ofboði og á endanum þá kafna dýrin og þetta er ekki að samræmast mannúðlegri aflífun ef dýrin eru að há ákveðið dauðastríð fyrir aflífunina, við viljum ekki að aflífun dýra sé svona,“ segir Linda Karen. Í lögum um velferð dýra komi fram að aflífun þeirra eigi að vera skjót og sársaukalaus. „Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á það að deyfing svína með koltívíoxíðgasi verði stöðvuð hér á landi og verði bönnuð með lögum.“ Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stjörnugríss, segir innanbúðarlýsingar um gösun svína hjá fyrirtækinu sem fram koma í frétt á vef Vísis ekki réttar að mati fyrirtækisins. „Viðbrögð félagsins eru auðvitað þau að meðan að boðið er upp á kjöt og fiskmeti af hvaða tagi sem er til manneldis þá er ljóst að dýrin verða aflífuð og þeim slátrað. Reglur um það hvernig á að standa að slátrun dýra þær eru settar af sérfræðingum á sviði dýravelferðar og það eina sem Stjörnugrís gerir er að fylgja þeim reglum,“ segir Sigurður Kári. Slátrun í sláturhúsum Stjörnugríss fari fram undir eftirliti opinberra aðila og þeir hafi ekki gert athugasemdir um hvernig staðið er að þessum málum hjá félaginu. Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, sem er eina af fjórum svínasláturhúsum landsins sem notar gasdeyfingu við slátrun svína, segir svínin tryllast þegar þau eru gösuð. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir í samtali við fréttastofu að svín upplifi óþægindi í gasklefa, gasið valdi þeim stressi, þau bakki og reyni að komast úr aðstæðum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir málið hörmulegt og ljóst að deyfing svína með koltvíoxíðgasi sé ómannúðleg og grimm. „Einnig veldur þetta gas mikilli köfnunartilfinningu hjá dýrunum það er verið að dýfa þeim ofan í alltaf meira og meira magn af gasi og þau byrja að berjast um í ofboði og á endanum þá kafna dýrin og þetta er ekki að samræmast mannúðlegri aflífun ef dýrin eru að há ákveðið dauðastríð fyrir aflífunina, við viljum ekki að aflífun dýra sé svona,“ segir Linda Karen. Í lögum um velferð dýra komi fram að aflífun þeirra eigi að vera skjót og sársaukalaus. „Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á það að deyfing svína með koltívíoxíðgasi verði stöðvuð hér á landi og verði bönnuð með lögum.“ Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stjörnugríss, segir innanbúðarlýsingar um gösun svína hjá fyrirtækinu sem fram koma í frétt á vef Vísis ekki réttar að mati fyrirtækisins. „Viðbrögð félagsins eru auðvitað þau að meðan að boðið er upp á kjöt og fiskmeti af hvaða tagi sem er til manneldis þá er ljóst að dýrin verða aflífuð og þeim slátrað. Reglur um það hvernig á að standa að slátrun dýra þær eru settar af sérfræðingum á sviði dýravelferðar og það eina sem Stjörnugrís gerir er að fylgja þeim reglum,“ segir Sigurður Kári. Slátrun í sláturhúsum Stjörnugríss fari fram undir eftirliti opinberra aðila og þeir hafi ekki gert athugasemdir um hvernig staðið er að þessum málum hjá félaginu.
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent