Þeytir flösu kasólétt á fimmtugsaldri og laus við krabbameinið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 15:09 Hin hollenska Jansen er komin alveg á steypirinn. Skjáskot/Youtube Floor Jansen, söngkona finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Nightwish, kemur fram á síðustu tónleikunum í bili á fimmtudag. Hún sigraðist nýverið á krabbameini og er ólétt af sínu öðru barni. Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar. Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar.
Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira