Ungabörn blánað eftir notkun Gripe Water Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 06:46 Foreldrar hafa lent í vandræðum með þykkt slím í öndunarvegi barna eftir notkun. Getty Foreldrar ungabarna hafa lent í vandræðum með náttúrudropa sem kallast Gripe Water og börnin næstum kafnað á þeim. Ungbarnavernd mælir ekki með notkun þeirra frekar en annarra náttúrulyfja. „Almennt er ekki verið að mæla með náttúrulyfjum í ung- og smábarnavernd. Ef foreldrar spyrja út í slík lyf eru nefnd þau sem helst eru í notkun en tekið fram að árangur sé misjafn, ekki sannreynd vísindaleg gögn á bak við verkun og því ekki hægt að mæla beinlínis með þeim,“ segir Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Umræða hefur verið meðal íslenskra foreldra á samfélagsmiðlum um magalyfið Gripe Water. Ein móðir greinir frá því að barn hennar hafi blánað og öndunarvegurinn fyllst af þykku slími eftir notkun. Önnur að hún hafi þurft að snúa barni sínu á hvolf til að fá það til að anda. Fleiri hafa sambærilegar sögur að segja. Gripe Water er náttúrulyf notað við magakveisu ungbarna. Gripe Water er selt í apótekum hér á landi. Á vefsíðu Lyf og heilsu segir að Gripe Water séu „lífrænir og náttúrulegir dropar fyrir börn sem koma á jafnvægi og draga úr óróleika og meltingartruflunum sem oft eru kennd við ungbarnakveisu eða bakflæði. Virka vel við kveisu, hiksta og lofti í maga. Skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni á borð við lífrænt engifer, fennel og fleiri jurtir sem róa magann og geta spornað við loftmyndun í þörmum. Droparnir henta börnum frá tveggja vikna aldri og þurfa ekki að geymast í kæli. Droparnir eru vegan.“ Enn fremur segir að vítamín og bætiefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða til að koma í veg fyrir þá og eigi ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Afturköllun vegna köfnunarhættu Árið 2019 afturkallaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) söluleyfi Gripe Water frá framleiðanda sem kallast DG vegna köfnunarhættu. „Notkun vörunnar ætti ekki að vera talin lífshættuleg en erfiðleikar geta komið upp hjá viðkvæmum einstaklingum,“ sagði FDA á sínum tíma. Efnið sem veldur þessu kallast sítrus bíoflavoníð og er einnig í vörunni sem er seld á Íslandi þó að vörumerkið sé annað. Brýnt að kynna sér innihald „Við höfum ekki verið að vara við einstökum náttúrulyfjum en brýnt er fyrir foreldrum að kynna sér vel innihaldslýsingar og skammtastærðir og að lyfið hæfi aldri barns ef þau velja að nota náttúrulyf,“ segir Sesselja. Sesselja Guðmundsdóttir segir ungbarnavernd ekki mæla með náttúrulyfjum. Aðspurð um hvað foreldrum með magakveisubörn er bent á að gera segir Sesselja að ungbarnaverndin veiti almennar ráðleggingar varðandi gjafir, loftlosun, nudd og fleira. „Stundum er bent á Minifom dropa sem geta hafa jákvæð áhrif í sumum tilfellum,“ segir Sesselja. „Við meiri óværð eða einkenni um ungbarnakveisu eru fleiri ráð reynd svo sem kúamjólkurlaust fæði, það er ef barnið er á brjósti fer móðir á mjólkurlaust fæði en ef um pelabarn er að ræða er reynd sérstök ofnæmismjólk. Í erfiðari tilfellum er farið út í lyfjameðferð þar sem þarf lyfseðil frá lækni.“ Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hafi sérhæft sig í ungbarnakveisu og ungbarnavernd geti bent foreldrum að leita þangað. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Almennt er ekki verið að mæla með náttúrulyfjum í ung- og smábarnavernd. Ef foreldrar spyrja út í slík lyf eru nefnd þau sem helst eru í notkun en tekið fram að árangur sé misjafn, ekki sannreynd vísindaleg gögn á bak við verkun og því ekki hægt að mæla beinlínis með þeim,“ segir Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Umræða hefur verið meðal íslenskra foreldra á samfélagsmiðlum um magalyfið Gripe Water. Ein móðir greinir frá því að barn hennar hafi blánað og öndunarvegurinn fyllst af þykku slími eftir notkun. Önnur að hún hafi þurft að snúa barni sínu á hvolf til að fá það til að anda. Fleiri hafa sambærilegar sögur að segja. Gripe Water er náttúrulyf notað við magakveisu ungbarna. Gripe Water er selt í apótekum hér á landi. Á vefsíðu Lyf og heilsu segir að Gripe Water séu „lífrænir og náttúrulegir dropar fyrir börn sem koma á jafnvægi og draga úr óróleika og meltingartruflunum sem oft eru kennd við ungbarnakveisu eða bakflæði. Virka vel við kveisu, hiksta og lofti í maga. Skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni á borð við lífrænt engifer, fennel og fleiri jurtir sem róa magann og geta spornað við loftmyndun í þörmum. Droparnir henta börnum frá tveggja vikna aldri og þurfa ekki að geymast í kæli. Droparnir eru vegan.“ Enn fremur segir að vítamín og bætiefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða til að koma í veg fyrir þá og eigi ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Afturköllun vegna köfnunarhættu Árið 2019 afturkallaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) söluleyfi Gripe Water frá framleiðanda sem kallast DG vegna köfnunarhættu. „Notkun vörunnar ætti ekki að vera talin lífshættuleg en erfiðleikar geta komið upp hjá viðkvæmum einstaklingum,“ sagði FDA á sínum tíma. Efnið sem veldur þessu kallast sítrus bíoflavoníð og er einnig í vörunni sem er seld á Íslandi þó að vörumerkið sé annað. Brýnt að kynna sér innihald „Við höfum ekki verið að vara við einstökum náttúrulyfjum en brýnt er fyrir foreldrum að kynna sér vel innihaldslýsingar og skammtastærðir og að lyfið hæfi aldri barns ef þau velja að nota náttúrulyf,“ segir Sesselja. Sesselja Guðmundsdóttir segir ungbarnavernd ekki mæla með náttúrulyfjum. Aðspurð um hvað foreldrum með magakveisubörn er bent á að gera segir Sesselja að ungbarnaverndin veiti almennar ráðleggingar varðandi gjafir, loftlosun, nudd og fleira. „Stundum er bent á Minifom dropa sem geta hafa jákvæð áhrif í sumum tilfellum,“ segir Sesselja. „Við meiri óværð eða einkenni um ungbarnakveisu eru fleiri ráð reynd svo sem kúamjólkurlaust fæði, það er ef barnið er á brjósti fer móðir á mjólkurlaust fæði en ef um pelabarn er að ræða er reynd sérstök ofnæmismjólk. Í erfiðari tilfellum er farið út í lyfjameðferð þar sem þarf lyfseðil frá lækni.“ Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hafi sérhæft sig í ungbarnakveisu og ungbarnavernd geti bent foreldrum að leita þangað.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira