Höfnuðu aftur risaboði sem hefði fært ÍA hundruð milljóna Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 11:31 Hákon Arnar Haraldsson er í miklum metum í Kaupmannahöfn og varð danskur meistari með FCK á dögunum. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er svo sannarlega eftirsóttur en dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn hafa nú hafnað öðru tilboði í hann, upp á yfir tvo milljarða íslenska króna. Þetta segir danski miðillinn Ekstra Bladet sem hefur eftir heimildum að FCK hafi hafnað tilboði frá stórliði Lille, sem varð franskur meistari fyrir tveimur árum. Ekstra Bladet segir að forráðamenn Lille og FCK hafi rætt um kaupverð upp á 15 milljónir evra, eða meira en 2,2 milljarða króna, en að FCK vilji meira. Engar viðræður séu í gangi sem stendur en að engum dyrum hafi verið lokað. Hákon, sem er aðeins tvítugur, var seldur frá ÍA til FCK fyrir fjórum árum og þá var samið um að ÍA fengi góðan hlut af næstu sölu Hákons. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það um 20%, og miðað við það hefði það skilað ÍA á bilinu 400-500 milljónum króna ef FCK hefði samþykkt tilboð Lille. Enn eru tveir mánuðir til stefnu í félagaskiptaglugga sumarsins og ljóst að FCK ætlar að vanda sig vel til að fá sem hæsta upphæð fyrir Hákon. Ekstra Bladet segir að forráðamenn félagsins horfi til þess þegar Victor Kristiansen var seldur til Leicester en fyrir hann hafi fengist 150 milljónir danskra króna, eða um 3 milljarðar íslenskra króna. Í janúar greindi Ekstra Bladet frá því að FCK hefði hafnað tilboði frá Red Bull Salzburg í Hákon, og hljómaði það upp á 100 danskar milljónir að meðtöldum bónusgreiðslum,eða rétt tæplega tvo milljarða. Hákon lék 43 leiki og skoraði fimm mörk fyrir FCK á leiktíðinni sem var að ljúka og varð tvöfaldur meistari með liðinu, og danskur meistari annað árið í röð. Skagamaðurinn var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Portúgal, og kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Alls hefur Hákon leikið ellefu A-landsleiki. Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Þetta segir danski miðillinn Ekstra Bladet sem hefur eftir heimildum að FCK hafi hafnað tilboði frá stórliði Lille, sem varð franskur meistari fyrir tveimur árum. Ekstra Bladet segir að forráðamenn Lille og FCK hafi rætt um kaupverð upp á 15 milljónir evra, eða meira en 2,2 milljarða króna, en að FCK vilji meira. Engar viðræður séu í gangi sem stendur en að engum dyrum hafi verið lokað. Hákon, sem er aðeins tvítugur, var seldur frá ÍA til FCK fyrir fjórum árum og þá var samið um að ÍA fengi góðan hlut af næstu sölu Hákons. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það um 20%, og miðað við það hefði það skilað ÍA á bilinu 400-500 milljónum króna ef FCK hefði samþykkt tilboð Lille. Enn eru tveir mánuðir til stefnu í félagaskiptaglugga sumarsins og ljóst að FCK ætlar að vanda sig vel til að fá sem hæsta upphæð fyrir Hákon. Ekstra Bladet segir að forráðamenn félagsins horfi til þess þegar Victor Kristiansen var seldur til Leicester en fyrir hann hafi fengist 150 milljónir danskra króna, eða um 3 milljarðar íslenskra króna. Í janúar greindi Ekstra Bladet frá því að FCK hefði hafnað tilboði frá Red Bull Salzburg í Hákon, og hljómaði það upp á 100 danskar milljónir að meðtöldum bónusgreiðslum,eða rétt tæplega tvo milljarða. Hákon lék 43 leiki og skoraði fimm mörk fyrir FCK á leiktíðinni sem var að ljúka og varð tvöfaldur meistari með liðinu, og danskur meistari annað árið í röð. Skagamaðurinn var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Portúgal, og kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Alls hefur Hákon leikið ellefu A-landsleiki.
Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn