Farþegar kafbátsins látnir Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. júní 2023 18:58 Titan könnunarbáturinn er í eigu OceanGate Expeditions og hefur verið notaður til rannsókna. Fólki hefur einnig verið seldar ferðir með bátnum að flaki Titanic og kostar farið miklar fjárhæðir. AP/OceanGate Expeditions OceanGate, fyrirtækið sem stóð fyrir leiðangri kafbátsins Titan, hefur greint frá því að farþegar kafbátsins séu látnir. Talið er að kafbáturinn hafi sprungið eða fallið saman undan þrýstingi vegna galla. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að forstjóri OceanGate, Stockton Rush, Shazada Dawood og sonur hans Suleman Dawood, Hamish Harding og Paul-Henri Nargeolet, séu látnir. Klukkan sjö hófst blaðamannafundur á vegum landhelgisgæslu Bandaríkjanna í Boston vegna málsins. Honum er nú lokið en flotaforinginn John Auger sagði þar að það væri óvíst hvort hægt væri að endurheimta lík kafaranna þar sem umhverfið í kringum flakið væri mjög hættulegt. Auger sagði að verið væri að endurkalla alla leitaraðila upp á yfirborðið en rannsókn á málinu myndi halda áfram. Ekki hefur tekist að greina hvað olli sprengingu í kafbátnum eða hvenær nákvæmlega hún átti sér stað. Þá sagði hann einnig að þau bankhljóð sem bárust af sjávarbotninum virðast ekki hafa tengst kafbátnum. Á sjötta tímanum í dag greindu leitaraðilar frá því að brak hefði fundist á svæðinu þar sem kafbátsins var leitað. Samkvæmt köfunarsérfræðingi og vini farþega um borð í kafbátnum tilheyrði brakið kafbátnum. Meðal þess sem fannst var lendingarbúnaður kafbátsins og gluggi hans. Syrgja könnuðina fimm Í fréttatilkynningu OceanGate segir að mennirnir fimm hafi verið sannir könnuðir sem deildu ævintýraþrá, ástríðu fyrir landkönnun og verndun á höfum jarðarinnar. „Hjörtu okkar eru með þessum fimm sálum og öllum fjölskyldumeðlimum þeirra á þessu sorgartímum. Við syrgjum mannfallið og gleðina sem þeir færðu öllum sem þeir þekktu.“ Fyrirtækið segir að öll OceanGate fjölskyldan sé innilega þakklát fyrir alla þá menn og konur frá þeim fjölda samtaka sem tók þátt í leitinni og þeim miklu skuldbindingum leitaraðila sem leituðu að könnuðunum fimm. Fyrirtækið óskar eftir því að friðhelgi einkalífs fjölskyldna mannana sé virt á þessum sorgartímum. Örvæntingarfullar leitartilraunir báru ekki árangur Leiðangurskafbáturinn Titan lagði af stað frá fylgdarskipi á sunnudagsmorgun niður að flaki Titanic sem fórst árið 1912. Um borð í Titan var stjórnandi bátsins ásamt fjórum farþegum. Ferðin átti að taka um átta klukkustundir. Flakið af Titanic liggur á fjögurra kílómetra dýpi og það tekur um tvær og hálfa klukkustund að komast niður. Samband við bátinn rofnaði hins vegar eftir tæpar tvær klukkustundir. Dýr og umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Titan síðan á sunnudag en súrefnisbirgðir áttu að duga til hádegis í dag. Alþjóðlegur floti skipa og flugvéla ásamt neðansjávar dvergkafbáti gerðu í dag örvæntingarfulla tilraun til að finna Titan. Jeffrey Karson sjávarjarðfræðingur sem aðstoðaði við leitina sagði margt hafa gert leitina erfiða. „Það eru margir hlutar af skutnum og stefninu á Titanic og alls konar brot sem féllu af þegar skipið fórst. Þetta er eitt af vandamálunum við að reyna að finna kafbátinn á hafsbotninum. Það er eins og að leita að nál í heystakki,“ segir Karson. Leitarsvæðið væri mjög stórt eða álíka og flatarmál Belgíu. Notuðu fjarstýrða kafbáta í kolniðamyrkrinu Þótt franskur fjarstýrður kafbátur með klippum hefði hafið leit í dag og minni leitarduflum hefði verið skotið í sjóinn var þar kolniðamyrkur og mikill kuldi á fjögurra kílómetra dýpi. Flotar Bandaríkjahers og kanadíska hersins fóru fyrir leitinni. John Auger flotaforingi hjá Bandarísku strandgæslunni sagði að vinna þyrfti úr mikið af gögnum. Í gær greindi fjarstýrður leitarkafbátur einhvers konar bankhljóð innan um sjávarhljóðin sem gætu verið frá Titan og voru þau enn í greiningu. Í stað þess að bíða eftir niðurstöðum úr henni voru fjarstýrðir kafbátar fluttir á staðinn þaðan sem hljóðin bárust. Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að forstjóri OceanGate, Stockton Rush, Shazada Dawood og sonur hans Suleman Dawood, Hamish Harding og Paul-Henri Nargeolet, séu látnir. Klukkan sjö hófst blaðamannafundur á vegum landhelgisgæslu Bandaríkjanna í Boston vegna málsins. Honum er nú lokið en flotaforinginn John Auger sagði þar að það væri óvíst hvort hægt væri að endurheimta lík kafaranna þar sem umhverfið í kringum flakið væri mjög hættulegt. Auger sagði að verið væri að endurkalla alla leitaraðila upp á yfirborðið en rannsókn á málinu myndi halda áfram. Ekki hefur tekist að greina hvað olli sprengingu í kafbátnum eða hvenær nákvæmlega hún átti sér stað. Þá sagði hann einnig að þau bankhljóð sem bárust af sjávarbotninum virðast ekki hafa tengst kafbátnum. Á sjötta tímanum í dag greindu leitaraðilar frá því að brak hefði fundist á svæðinu þar sem kafbátsins var leitað. Samkvæmt köfunarsérfræðingi og vini farþega um borð í kafbátnum tilheyrði brakið kafbátnum. Meðal þess sem fannst var lendingarbúnaður kafbátsins og gluggi hans. Syrgja könnuðina fimm Í fréttatilkynningu OceanGate segir að mennirnir fimm hafi verið sannir könnuðir sem deildu ævintýraþrá, ástríðu fyrir landkönnun og verndun á höfum jarðarinnar. „Hjörtu okkar eru með þessum fimm sálum og öllum fjölskyldumeðlimum þeirra á þessu sorgartímum. Við syrgjum mannfallið og gleðina sem þeir færðu öllum sem þeir þekktu.“ Fyrirtækið segir að öll OceanGate fjölskyldan sé innilega þakklát fyrir alla þá menn og konur frá þeim fjölda samtaka sem tók þátt í leitinni og þeim miklu skuldbindingum leitaraðila sem leituðu að könnuðunum fimm. Fyrirtækið óskar eftir því að friðhelgi einkalífs fjölskyldna mannana sé virt á þessum sorgartímum. Örvæntingarfullar leitartilraunir báru ekki árangur Leiðangurskafbáturinn Titan lagði af stað frá fylgdarskipi á sunnudagsmorgun niður að flaki Titanic sem fórst árið 1912. Um borð í Titan var stjórnandi bátsins ásamt fjórum farþegum. Ferðin átti að taka um átta klukkustundir. Flakið af Titanic liggur á fjögurra kílómetra dýpi og það tekur um tvær og hálfa klukkustund að komast niður. Samband við bátinn rofnaði hins vegar eftir tæpar tvær klukkustundir. Dýr og umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Titan síðan á sunnudag en súrefnisbirgðir áttu að duga til hádegis í dag. Alþjóðlegur floti skipa og flugvéla ásamt neðansjávar dvergkafbáti gerðu í dag örvæntingarfulla tilraun til að finna Titan. Jeffrey Karson sjávarjarðfræðingur sem aðstoðaði við leitina sagði margt hafa gert leitina erfiða. „Það eru margir hlutar af skutnum og stefninu á Titanic og alls konar brot sem féllu af þegar skipið fórst. Þetta er eitt af vandamálunum við að reyna að finna kafbátinn á hafsbotninum. Það er eins og að leita að nál í heystakki,“ segir Karson. Leitarsvæðið væri mjög stórt eða álíka og flatarmál Belgíu. Notuðu fjarstýrða kafbáta í kolniðamyrkrinu Þótt franskur fjarstýrður kafbátur með klippum hefði hafið leit í dag og minni leitarduflum hefði verið skotið í sjóinn var þar kolniðamyrkur og mikill kuldi á fjögurra kílómetra dýpi. Flotar Bandaríkjahers og kanadíska hersins fóru fyrir leitinni. John Auger flotaforingi hjá Bandarísku strandgæslunni sagði að vinna þyrfti úr mikið af gögnum. Í gær greindi fjarstýrður leitarkafbátur einhvers konar bankhljóð innan um sjávarhljóðin sem gætu verið frá Titan og voru þau enn í greiningu. Í stað þess að bíða eftir niðurstöðum úr henni voru fjarstýrðir kafbátar fluttir á staðinn þaðan sem hljóðin bárust.
Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06