Umfjöllun og viðtöl: KR - KA 2-0 | Mikilvægur sigur KR-inga Kári Mímisson skrifar 24. júní 2023 16:16 KR-ingar öðru af tveimur mörkum sínum í kvöld. vísir/Pawel Cieslikiewicz KR nældi sér í þrjú stig með góðum og mikilvægum sigri á KA í Frostaskjólinu í kvöld. Leikurinn var í 13. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn þýðir að KR er einu stigi frá HK og tveimur frá KA sem er í fimmta sætinu. Vesturbæingar eru í harðri baráttu við þessi lið um að komast í efri hluta Bestu deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað en til að byrja með voru það gestirnir sem virtust vera líklegri. Daníel Hafsteinsson komst næst því að skora fyrir KA en skot hans fór í slána. vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var svo á 42. mínútu sem heimamenn komust yfir og þar var á ferð Ægir Jarl Jónsson. Akureyringurinn Atli Sigurjónsson átti þá góða hornspyrnu á nærstöngina sem Benoný Breki Andrésson skallaði að marki. Kristijan Jajalo gerði vel og varði frá Benoný en Ægir Jarl var fyrstur að átta sig og náði á einhvern ótrúlegan hátt að sparka boltanum upp og skalla hann í netið. Smá heppni yfir þessu marki vissulega en engu að síður vel gert hjá Ægi. Skömmu síðar átti Theodór Elmar Bjarnason skalla í stöngina. Boltinn barst aftur til Elmars en Sveinn Margeir Hauksson náði að kasta sér fyrir skot hans. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir KR. Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað. Bæði lið sóttu mikið og fengu ágætis færi. Þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum var sókn KA orðin sérstaklega þung og var það Hallgrímur Mar Steingrímsson sem komst næst því að jafn leikinn fyrir KA. Elfar Árni Aðalsteinsson átti þá fasta fyrirgjöf á Hallgrím en skot hans af stuttu færi fór í slána. Sannkallað dauðafæri og vissulega hægt að setja spurningarmerki við vörn KR þarna sem virtist vera steinsofandi og gat heldur betur þakkað tréverkinu fyrir að ekki fór verr. vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var svo á 78. mínútu leiksins sem KR gerði svo gott sem út um leikinn þegar varamaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson skoraði með góðum skalla. KR-ingar fengu þá aukaspyrnu á miðjum vellinum sem þeir tóku stutt þegar Jóhannes Kristinn Bjarnason sendi á Atla Sigurjónsson sem átti frábæra sendingu á Sigurð Bjart sem hafði tekið gott hlaup inn á teig og skallaði boltann snyrtilega fram hjá Kristijan Jajalo í marki KA. Eftir þetta seinna mark KR færðist ákveðin ró yfir leikinn og 2-0 sigur KR á norðanmönnum staðreynd. Afhverju vann KR? Þetta féll svo lítið með KR í dag. Liðið nær að skora á góðum tímapunktum í leiknum og voru svo ágætlega þéttir baka til. Þessi leikur hefði alveg getað farið á hinn veginn ef að KA hefði nýtt sín færi. vísir/Pawel Cieslikiewicz Hverjir stóðu upp úr? Atli Sigurjónsson var frábær í dag. Hann tók hornspyrnuna sem leiddi til fyrra marksins og svo átti hann þessa frábæru stoðsendingu í seinna markinu. Ásamt því að koma að báðum mörkum KR í dag þá tókst honum oft að koma sér í góð færi og gerði varnarmönnum KA oft lífið leitt. Ekki leiðinlegt fyrir manninn úr þorpinu. Hvað gekk illa? Að fá fólkið á völlinn var það sem gekk illa. Mætingin í dag var alveg hræðileg og ekki í lagi fyrir KR og deildina í heild sinni. Stemningin var því afskaplega lítil hér á Meistaravöllum í dag og ekki hjálpaði það þegar að vallarstarfsmenn KR bönnuðu stuðningsmönnum KA að vera með trommur. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst á miðvikudaginn. KA fer til Vestmannaeyja og leika við ÍBV. Sá leikur hefst klukkan 17:00. KR tekur á móti Keflavík klukkan 19:15. „Allt í einu var boltinn kominn fyrir augun á mér“ Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR.vísir/Pawel Cieslikiewicz Ægir Jarl var að vonum ánægður með sigurinn í dag þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Frábært að klára. Þetta var erfiður leikur og við gerðum þetta fagmannlega. Við vorum þéttir allan leikinn, fáum fá færi á okkur og náum að skora tvö góð mörk.“ Ægir Jarl skoraði fyrra mark KR í dag sem kom eftir klafs í teignum. Ægir viðurkennir að heppnin hafi verið með honum í liði í markinu og segir að það sé alltaf jafn sætt að skora sem hvernig mörkin eru. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið smá heppnis stimpill yfir þessu. Það var einhver barátta þarna og svo allt í einu var boltinn kominn fyrir augun á mér og ég þurfti bara að setja hausinn í þetta. Þetta var kannski heppni í dag. Það var geggjað að sjá hann í netinu þarna og alltaf gaman að skora alveg sama hvernig mörkin eru. En hvernig leggst framhaldið í Ægi? „Þetta leggst vel í mig. Seinni helmingurinn er eftir núna og við þurfum bara að koma í hann með krafti þannig að við ætlum bara að halda þessu áfram og gera miklu betur.“ „Ég veit alveg að það er búið að draga mikla athygli á Evrópukeppnina en við erum að reyna að einbeita okkur að því sem er að gerast hér núna“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hallgrímur Jónasson var að augljóslega svekktur með úrslitin í dag og taldi að sitt lið hefði sennilega getað fengið eitthvað út úr leiknum. „Ég er svekktur með niðurstöðuna. Þokkalega sáttur með leikinn og mér fannst við spila ágætlega vel. Fyrir mér er þetta svona 50/50 leikur sem hefði geta dottið báðu megin og því miður fáum við á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði sem er mjög ólíkt okkur. Við eigum tvö skot í tréverkið og eigum dauðafæri sem að við setjum í slá í stöðunni 1-0 þegar mér fannst við vera með leikinn. Blendnar tilfinningar, maður er svekktur en á sama tíma þokkalega ánægður með frammistöðuna. Við þurfum að bæta nokkur atriði og ef við gerum það þá lítur þetta vel út.“ En hvað telur Hallgrímur að KA þurfi að bæta eftir þennan leik? „Það sem ég hefði vilja fá meira af er að koma boltanum oftar inn í box. Við erum komnir í fínar stöður og þá erum við að leita af of mörgum sendingum til að fá aðeins betri möguleika í staðinn fyrir að koma þessu inn í box þar sem við skorum mörkin. Uppleggið var fínt og mér fannst við pressa þá flott og við vorum að leyfa þeim að gera það sem við vildum. Þeir fá eitt gott færi en annars fannst mér við díla vel við þá. En við þurfum að skora mörk og við erum að vinna í því að koma með fleiri hlaup inn í boxið og koma með fyrirgjafir á fyrsta tempói því það er það sem við þurfum að bæta.“ KA er á leið í Evrópukeppni þar sem norðanmenn mæta liði frá Wales eftir þrjár vikur. Hallgrímur segist ekki vera mikið að pæla í þeirri viðureign eins og er og segir að liðið einbeiti sér fyrst og síðast að næsta leik gegn ÍBV „Við erum bara að spá í það núna að fara til Vestmannaeyja sem er næstu leikur. Við ætlum að spila vel þar. Það er mjög spennandi mánuður framundan og við erum búnir að koma okkur í skemmtilega stöðu. Við erum að fara í Evrópukeppni og undanúrslit í Bikarnum. Þetta er allt saman í þessum mánuði. Ég veit alveg að það er búið að draga mikla athygli á Evrópukeppnina en við erum að reyna að einbeita okkur að því sem er að gerast hér núna. Við förum til Vestmannaeyja og ætlum að gera vel þar, eftir það er nægur tími til að spá í Evrópukeppninni.“ Besta deild karla KR KA
KR nældi sér í þrjú stig með góðum og mikilvægum sigri á KA í Frostaskjólinu í kvöld. Leikurinn var í 13. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn þýðir að KR er einu stigi frá HK og tveimur frá KA sem er í fimmta sætinu. Vesturbæingar eru í harðri baráttu við þessi lið um að komast í efri hluta Bestu deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað en til að byrja með voru það gestirnir sem virtust vera líklegri. Daníel Hafsteinsson komst næst því að skora fyrir KA en skot hans fór í slána. vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var svo á 42. mínútu sem heimamenn komust yfir og þar var á ferð Ægir Jarl Jónsson. Akureyringurinn Atli Sigurjónsson átti þá góða hornspyrnu á nærstöngina sem Benoný Breki Andrésson skallaði að marki. Kristijan Jajalo gerði vel og varði frá Benoný en Ægir Jarl var fyrstur að átta sig og náði á einhvern ótrúlegan hátt að sparka boltanum upp og skalla hann í netið. Smá heppni yfir þessu marki vissulega en engu að síður vel gert hjá Ægi. Skömmu síðar átti Theodór Elmar Bjarnason skalla í stöngina. Boltinn barst aftur til Elmars en Sveinn Margeir Hauksson náði að kasta sér fyrir skot hans. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir KR. Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað. Bæði lið sóttu mikið og fengu ágætis færi. Þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum var sókn KA orðin sérstaklega þung og var það Hallgrímur Mar Steingrímsson sem komst næst því að jafn leikinn fyrir KA. Elfar Árni Aðalsteinsson átti þá fasta fyrirgjöf á Hallgrím en skot hans af stuttu færi fór í slána. Sannkallað dauðafæri og vissulega hægt að setja spurningarmerki við vörn KR þarna sem virtist vera steinsofandi og gat heldur betur þakkað tréverkinu fyrir að ekki fór verr. vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var svo á 78. mínútu leiksins sem KR gerði svo gott sem út um leikinn þegar varamaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson skoraði með góðum skalla. KR-ingar fengu þá aukaspyrnu á miðjum vellinum sem þeir tóku stutt þegar Jóhannes Kristinn Bjarnason sendi á Atla Sigurjónsson sem átti frábæra sendingu á Sigurð Bjart sem hafði tekið gott hlaup inn á teig og skallaði boltann snyrtilega fram hjá Kristijan Jajalo í marki KA. Eftir þetta seinna mark KR færðist ákveðin ró yfir leikinn og 2-0 sigur KR á norðanmönnum staðreynd. Afhverju vann KR? Þetta féll svo lítið með KR í dag. Liðið nær að skora á góðum tímapunktum í leiknum og voru svo ágætlega þéttir baka til. Þessi leikur hefði alveg getað farið á hinn veginn ef að KA hefði nýtt sín færi. vísir/Pawel Cieslikiewicz Hverjir stóðu upp úr? Atli Sigurjónsson var frábær í dag. Hann tók hornspyrnuna sem leiddi til fyrra marksins og svo átti hann þessa frábæru stoðsendingu í seinna markinu. Ásamt því að koma að báðum mörkum KR í dag þá tókst honum oft að koma sér í góð færi og gerði varnarmönnum KA oft lífið leitt. Ekki leiðinlegt fyrir manninn úr þorpinu. Hvað gekk illa? Að fá fólkið á völlinn var það sem gekk illa. Mætingin í dag var alveg hræðileg og ekki í lagi fyrir KR og deildina í heild sinni. Stemningin var því afskaplega lítil hér á Meistaravöllum í dag og ekki hjálpaði það þegar að vallarstarfsmenn KR bönnuðu stuðningsmönnum KA að vera með trommur. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst á miðvikudaginn. KA fer til Vestmannaeyja og leika við ÍBV. Sá leikur hefst klukkan 17:00. KR tekur á móti Keflavík klukkan 19:15. „Allt í einu var boltinn kominn fyrir augun á mér“ Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR.vísir/Pawel Cieslikiewicz Ægir Jarl var að vonum ánægður með sigurinn í dag þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Frábært að klára. Þetta var erfiður leikur og við gerðum þetta fagmannlega. Við vorum þéttir allan leikinn, fáum fá færi á okkur og náum að skora tvö góð mörk.“ Ægir Jarl skoraði fyrra mark KR í dag sem kom eftir klafs í teignum. Ægir viðurkennir að heppnin hafi verið með honum í liði í markinu og segir að það sé alltaf jafn sætt að skora sem hvernig mörkin eru. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið smá heppnis stimpill yfir þessu. Það var einhver barátta þarna og svo allt í einu var boltinn kominn fyrir augun á mér og ég þurfti bara að setja hausinn í þetta. Þetta var kannski heppni í dag. Það var geggjað að sjá hann í netinu þarna og alltaf gaman að skora alveg sama hvernig mörkin eru. En hvernig leggst framhaldið í Ægi? „Þetta leggst vel í mig. Seinni helmingurinn er eftir núna og við þurfum bara að koma í hann með krafti þannig að við ætlum bara að halda þessu áfram og gera miklu betur.“ „Ég veit alveg að það er búið að draga mikla athygli á Evrópukeppnina en við erum að reyna að einbeita okkur að því sem er að gerast hér núna“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hallgrímur Jónasson var að augljóslega svekktur með úrslitin í dag og taldi að sitt lið hefði sennilega getað fengið eitthvað út úr leiknum. „Ég er svekktur með niðurstöðuna. Þokkalega sáttur með leikinn og mér fannst við spila ágætlega vel. Fyrir mér er þetta svona 50/50 leikur sem hefði geta dottið báðu megin og því miður fáum við á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði sem er mjög ólíkt okkur. Við eigum tvö skot í tréverkið og eigum dauðafæri sem að við setjum í slá í stöðunni 1-0 þegar mér fannst við vera með leikinn. Blendnar tilfinningar, maður er svekktur en á sama tíma þokkalega ánægður með frammistöðuna. Við þurfum að bæta nokkur atriði og ef við gerum það þá lítur þetta vel út.“ En hvað telur Hallgrímur að KA þurfi að bæta eftir þennan leik? „Það sem ég hefði vilja fá meira af er að koma boltanum oftar inn í box. Við erum komnir í fínar stöður og þá erum við að leita af of mörgum sendingum til að fá aðeins betri möguleika í staðinn fyrir að koma þessu inn í box þar sem við skorum mörkin. Uppleggið var fínt og mér fannst við pressa þá flott og við vorum að leyfa þeim að gera það sem við vildum. Þeir fá eitt gott færi en annars fannst mér við díla vel við þá. En við þurfum að skora mörk og við erum að vinna í því að koma með fleiri hlaup inn í boxið og koma með fyrirgjafir á fyrsta tempói því það er það sem við þurfum að bæta.“ KA er á leið í Evrópukeppni þar sem norðanmenn mæta liði frá Wales eftir þrjár vikur. Hallgrímur segist ekki vera mikið að pæla í þeirri viðureign eins og er og segir að liðið einbeiti sér fyrst og síðast að næsta leik gegn ÍBV „Við erum bara að spá í það núna að fara til Vestmannaeyja sem er næstu leikur. Við ætlum að spila vel þar. Það er mjög spennandi mánuður framundan og við erum búnir að koma okkur í skemmtilega stöðu. Við erum að fara í Evrópukeppni og undanúrslit í Bikarnum. Þetta er allt saman í þessum mánuði. Ég veit alveg að það er búið að draga mikla athygli á Evrópukeppnina en við erum að reyna að einbeita okkur að því sem er að gerast hér núna. Við förum til Vestmannaeyja og ætlum að gera vel þar, eftir það er nægur tími til að spá í Evrópukeppninni.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti