Jón Daði nýtur mikillar hylli hjá enska knattspyrnufélaginu Bolton Wanderers og framlengdi hann á dögunum samning sinn við félagið um eitt ár.
Það hefur vakið athygli í gegnum tíðina hversu duglegur Jón Daði er að gefa af sér. Til að mynda birtist á dögunum myndband af honum á samfélagsmiðlum að sparka á milli með ungum stuðningsmanni fyrir utan heimavöll Bolton.
Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Jón Daði gefur af sér en honum finnst það sjálfsagt, ef óskað er eftir því, að gefa af sér.
„Ég reyni alltaf, eins og ég get, að gefa af mér þegar að tækifæri gefst. Það er nú það minnsta sem maður getur gert í þessu,“ segir Jón Daði við Vísi.
Þetta sé hins vegar ekki eitthvað sem ég einblíni þvílíkt á.
„Mér finnst það bara mjög eðlilegt, ef það kemur eitthvað upp á borðið hjá manni, eða ef maður hittir krakka sem er í sömu stöðu og maður var í sjálfur á sínum tíma sem ungur pjakkur í fótbolta, að gefa ráð eða hjálpa til. Það er alveg sjálfsagt.
Það sé alveg gefið
„Sér í lagi sem atvinnumaður í fótbolta, að setja gott fordæmi. Það er hluti af þessu starfi.“