„Ætluðu að pressa allt þetta mót og eru í formi til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 17:00 FH hélt áfram sínu frábæra gengi með sigri gegn ÍBV á miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðar FH halda áfram blússandi siglingu í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að hafa víðast hvar verið spáð falli úr deildinni áður en leiktíðin hófst. Liðið fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira