Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu átta ára dóma en höfðu í héraði hlotið tíu ára dómar. Geir Elí Bjarnason var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraði en hlaut átján mánaða skilorðsbundinn dóm í dag.
Dómurinn hefur ekki enn verið birtur en það er Ríkisútvarpið sem greinir frá þessu.
Málið varðaði annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa, sem Halldór, Guðlaugur og Guðjón voru ákærðir fyrir, og hins vegar umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, sem þremenningarnir auk Ólafs Ágústs voru ákærðir fyrir.
Fimmti maðurinn, Geir Elí, var sakaður var um að hafa séð um fræðilega hlið kannabisræktunarinnar.
Krafðist þyngingar
Saksóknari í málinu hafði farið fram á það að refsingar mannanna yrðu þyngdar í Landsrétti. Meðal málsástæðna var að Guðlaugur Agnar, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi, hafi neitað að tjá sig við lögreglu og vísað var til sakarferils hans sem nær til ársins 2003. Þáttur Guðjóns, sem einnig hlaut tíu ára fangelsi, hafi verið umfangsmeiri en hann hafi haldið fram. Hann hafi verið viðstaddur framleiðslu efnanna og fundið heppilegan stað til að geyma þau á jörð sinni í Hjallanesi.