Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júní 2023 19:35 Anna Valdís Jónsdóttir er varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir/Dúi Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira