Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2023 19:28 Teitur Björn segir svör ráðherra ófullnægjandi Vísir/Vilhelm Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun. Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun.
Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30
Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41