Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:31 Vísir/Daníel Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL. Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Sjá meira
Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Sjá meira