„Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:59 Arnar var sáttur með sigurinn í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson var ánægður en stóískur eftir þriggja marka sigur Vals gegn ÍBV í Bestu deild karla. Þrátt fyrir öruggan sigur að lokum fannst Arnari leikurinn vera jafnari en tölurnar gefa til kynna. „Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum. Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
„Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum.
Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55