„Prímadonnur frá Hlíðarenda“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 17:21 Adam Pálsson, leikmaður Vals. vísir/Pawel Cieslikiewicz Adam Pálsson, leikmaður Vals, var léttur að vanda eftir öruggan sigur gegn ÍBV í rokinu í Vestmannaeyjum. Liðin léku í Bestu deild karla og eru á sitthvorum enda töflunnar eftir þrettán umferðir. Valur er í öðru sæti með 29 stig en ÍBV í næst neðsta með tíu stig. „Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum. Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
„Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum.
Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00