Fyrr á árinu var greint frá því að hinn 22 ára gamli Stiven Valencia væri á leiðinni til Benfica frá uppeldisfélagi sínu Vals. Þar hefur hann verið í lykilhlutverki undanfarin ár og lék hann til að mynda sína fyrstu A-landsleiki þegar Ísland mætti Tékklandi, Eistlandi og Ísrael á þessu ári.
Stiven mun leika í treyju númer sjö hjá Benfica. Liðið endaði í 3. sæti efstu deildar Portúgals á síðustu leiktíð með sex stigum minna en meistaralið Porto.