Ótrúleg endurkoma hjá íslensku strákunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2023 16:06 Strákarnir okkar komu til baka í leiknum og eru nánast komnir í 8. liða úrslit. IHF/Jozo Cabraja Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum 21 árs og yngri hóf leik í milliriðli HM í dag með sigri á því gríska, 29-28. Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Sjá meira
Íslensku strákarnir byrjuðu mótið nokkuð hægt en stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar síns riðils og fóru því með 2 stig í milliriðil. Sigur í dag svo gott sem gulltryggir liðinu sæti í 8-liða úrslitum en Grikkland er án stiga í milliriðlinum. Kristófer Máni Jónasson var með 100 prósent færanýtingu og skoraði sex mörk úr sex skotum. Auk hans voru markahæstu menn Íslands í dag þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson með sex mörk hvor. Adam Thorstensen varði sjö skot í leiknum og var með 28 prósenta markvörslu á meðan Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þrjú skot og var með 23 prósenta markvörslu. Einu marki yfir eftir fyrri hálf leik Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á að vera með forrystu í fyrri hálf leik. Grikkir hófu leikinn að krafti og skoruðu þrjú mörk gegn engu frá íslenska liðinu. Íslendingar komust hins vegar fyrst yfir í stöðunni 8-7. Grikkir jöfnuðu að nýju og voru liðin jöfn allt þar til í stöðunni 11-10 en þá komst Ísland yfir. Grikkir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í röð og leiddu með 13 mörkum gegn 11 en Íslendingar jöfnuðu í stöðunni 14-14 þar til Grikkir skoruðu síðasta mark fyrri hálf leiks, 14-15. Ótrúleg endurkoma í seinni hálf leik Íslenska liðið stóð ekki í Grikkjum framan af í seinni hálf leik. Grikkir röðuðu inn mörkum og komust yfir 21-17 þegar 41 mínúta var liðin af leiknum. Íslensku strákarnir sýndu þó mátt sinn og megin og komu til baka og komust yfir í stöðunni 22-21 þegar einungis þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Grikkir 22-22 og allt í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Íslendingar komust yfir í stöðunni 27-26 þegar ein mínúta var eftir í leiknum. Glæsilegur varnarleikur tryggði íslenska liðinu annað mark og var staðan 28-26 þegar 50 sekúndur voru eftir og komst íslenska liðið í hraðaupphlaup og staðan 29-26. Þá tók gríska liðið leikhlé og gátu að því loknu klórað í bakkann með tveimur mörkum og enduðu leikar 29-28 fyrir íslenska liðinu.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48 Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45 Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild Sjá meira
Torsóttur sigur í fyrsta leik á HM Íslenska U21 árs landslið karla vann í dag nauman tveggja marka sigur gegn Marokkó í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta, 17-15, í Aþenu í dag. 20. júní 2023 09:48
Öruggur sigur gegn Síle í öðrum leik heimsmeistaramótsins Íslenska U21 árs landslið karla vann öruggan 17 marka sigur, 35-18, er liðið mætti Síle í öðrum leik G-riðils á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi um þessar mundir. 21. júní 2023 11:45
Íslensku strákarnir áfram með fullt hús stiga Íslenska U-21 árs landslið karla vann Serbíu í síðasta leik riðlakeppni HM í handbolta. Lokatölur 32-29. 23. júní 2023 19:31