Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Norsk-íslenski fallhlífastökkvarinn Arne Aarhus er fyrirliði hópsins. Egill Aðalsteinsson Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun: Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun:
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42