Arteta segir að Arsenal hafi verið sálarlaust þegar hann mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 10:30 Mikel Arteta hefur komið Arsenal aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Getty/David Price Mikel Arteta hefur gert flotta hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en hann segir að Arsenal hafi verið búið að týna sál félagsins þegar hann mætti á svæðið árið 2019. Arteta þekkti vel til hjá Arsenal eftir að hafa spilað þar sem leikmaður undir stjórn Arsene Wenger en hafði þarna verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú ár. Mikel Arteta believes that his greatest achievement at Arsenal has been to restore the club s lost soul.https://t.co/cYDhxApj1B— Times Sport (@TimesSport) June 25, 2023 Hinn 41 árs gamli knattspyrnustjóri talar um það að tengingin á milli leikmanna Arsenal og stuðningsmanna félagsins hafi ekki verið til staðar þegar félagið spilaði á Emirates leikvanginum og að hann hafi verið staðráðinn í að breyta því. „Þetta byrjaði fyrir meira en þremur árum síðan. Ég var aðstoðarmaður Pep hjá City og við vorum að mæta Arsenal. Ég sá þá að félagið hafði týnt sálinni,“ sagði Mikel Arteta í viðtali við spænska stórblaðið Marca. „Það var engin ánægja í liðinu og það sást. Ég vissi að það væri möguleiki að fara yfir á hinn bekkinn fljótlega á eftir. Ég vissi líka að þetta félag er það stórt að það yrði að vera tenging á milli liðsins og stuðningsmannanna,“ sagði Arteta. „Þetta hefur verið erfitt verkefni en núna er ég ánægður. Við höfum skýrt einkenni, það er samheldni í liðinu og við erum fullir af orku. Það er það stærsta í þessu. Frá toppi til táar þá eru allir að ýta í sömu átt,“ sagði Arteta. "Together we have reconnected the soul of this football club."Mikel Arteta pic.twitter.com/DgXWXXdAYC— Gunners (@Gunnersc0m) June 24, 2023 Arsenal var stærsta hluti tímabilsins á toppnum en réð ekki við Manchester City á lokasprettinum. „Það er enn mjög sárt að hafa misst af þessu eftir að hafa keppt við City í tíu mánuði. Svona eru bara íþróttirnar. Það er samt eftirtektarvert hvað við höfum náð að afreka með þessu unga liði. Það blasir við mínum augum núna,“ sagði Arteta. „Okkur var refsað fyrir þessi þrjú jafntefli (á móti Liverpool, West Ham United og Southampton) og þá voru þrír eða fjórir mikilvægir leikmenn sem meiddust. Eftir það varð allt miklu flóknara,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Arteta þekkti vel til hjá Arsenal eftir að hafa spilað þar sem leikmaður undir stjórn Arsene Wenger en hafði þarna verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú ár. Mikel Arteta believes that his greatest achievement at Arsenal has been to restore the club s lost soul.https://t.co/cYDhxApj1B— Times Sport (@TimesSport) June 25, 2023 Hinn 41 árs gamli knattspyrnustjóri talar um það að tengingin á milli leikmanna Arsenal og stuðningsmanna félagsins hafi ekki verið til staðar þegar félagið spilaði á Emirates leikvanginum og að hann hafi verið staðráðinn í að breyta því. „Þetta byrjaði fyrir meira en þremur árum síðan. Ég var aðstoðarmaður Pep hjá City og við vorum að mæta Arsenal. Ég sá þá að félagið hafði týnt sálinni,“ sagði Mikel Arteta í viðtali við spænska stórblaðið Marca. „Það var engin ánægja í liðinu og það sást. Ég vissi að það væri möguleiki að fara yfir á hinn bekkinn fljótlega á eftir. Ég vissi líka að þetta félag er það stórt að það yrði að vera tenging á milli liðsins og stuðningsmannanna,“ sagði Arteta. „Þetta hefur verið erfitt verkefni en núna er ég ánægður. Við höfum skýrt einkenni, það er samheldni í liðinu og við erum fullir af orku. Það er það stærsta í þessu. Frá toppi til táar þá eru allir að ýta í sömu átt,“ sagði Arteta. "Together we have reconnected the soul of this football club."Mikel Arteta pic.twitter.com/DgXWXXdAYC— Gunners (@Gunnersc0m) June 24, 2023 Arsenal var stærsta hluti tímabilsins á toppnum en réð ekki við Manchester City á lokasprettinum. „Það er enn mjög sárt að hafa misst af þessu eftir að hafa keppt við City í tíu mánuði. Svona eru bara íþróttirnar. Það er samt eftirtektarvert hvað við höfum náð að afreka með þessu unga liði. Það blasir við mínum augum núna,“ sagði Arteta. „Okkur var refsað fyrir þessi þrjú jafntefli (á móti Liverpool, West Ham United og Southampton) og þá voru þrír eða fjórir mikilvægir leikmenn sem meiddust. Eftir það varð allt miklu flóknara,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira