Katrín Jakobsdóttir stundi ómerkilega pólitík Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 16:41 Jóhann Páll Jóhannsson hefur gagnrýnt Katrínu Jakobsdóttur harðlega fyrir linkind í garð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segir það ómerkilega pólitík hjá forsætisráðherra að segja að allir sem komu að söluferlinu á Íslandsbanka þurfi að standa skil á gjörðum sínum nema fjármálaráðherra. Trúi hún því að undirbúningur sölunnar standist skoðun ætti hún að falla frá andstöðu sinni við skipun rannsóknarnefndar. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands harðlega. Hann segir þar að það sem hafi verið kallað „farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ þar sem „engin lög hefðu verið brotin“ hafi endað með hæstu sekt Íslandssögunnar. Þá hafi Katrín Jakobsdóttir sagt undirbúning sölunnar og þátt ráðherra „tipp topp“ en aðeins framkvæmdin hafi verið í ólagi. „Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema auðvitað ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, átti að marka henni skynsamlegan ramma, hafa eftirlit með ferlinu og gæta þess að lögum væri fylgt,“ segir í færslunni. „Þetta er ómerkileg pólitík sem ég held að fólkið í landinu sjái í gegnum,“ segir hann. Loks segir hann að ef Katrín Jakobsdóttir trúi því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur „að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.“ Hann segir slíka rannsókn lykilinn að því að „hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands harðlega. Hann segir þar að það sem hafi verið kallað „farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ þar sem „engin lög hefðu verið brotin“ hafi endað með hæstu sekt Íslandssögunnar. Þá hafi Katrín Jakobsdóttir sagt undirbúning sölunnar og þátt ráðherra „tipp topp“ en aðeins framkvæmdin hafi verið í ólagi. „Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema auðvitað ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, átti að marka henni skynsamlegan ramma, hafa eftirlit með ferlinu og gæta þess að lögum væri fylgt,“ segir í færslunni. „Þetta er ómerkileg pólitík sem ég held að fólkið í landinu sjái í gegnum,“ segir hann. Loks segir hann að ef Katrín Jakobsdóttir trúi því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur „að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.“ Hann segir slíka rannsókn lykilinn að því að „hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24