Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2023 16:42 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar er einn þeirra sem hefur lesið hátt í hundrað blaðsíðna skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt við Íslandsbanka. Lesturinn var dapurlegur að sögn þingmannsins. Stöð 2/Arnar Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er gagnrýninn á stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka í stöðuuppfærslu sem hann skrifaði á Facebook. Þar segir hann að dapurlegt hafi verið að lesa um hvernig bæði stjórnendur og starfsmenn bankans hafi virst aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram hafi bankinn verið í meirihlutaeigu ríkisins. „Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbuskap fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið,“ skrifar Sigmar. Sigmari þykir ekki aðeins efni skýrslunnar vera alvarlegt heldur einnig hvernig stjórnendur bankans hafa spilað úr stöðunni og gert lítið úr málinu. „Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi,“ skrifar Sigmar. Yfirlýsing Íslandsbanka á föstudag sé ekkert annað en fegrunaraðgerð þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með „orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn.“ Orð bankastjóra Íslandsbanka um að sáttin sé traustyfirlýsing fjármálaeftirlitsins koma honum sérstaklega spánskt fyrir sjónir nú þegar brot bankans hafa verið útlistuð í sáttinni. „Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti trausts almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign,“ skrifar Sigmar sem bætir við í lokin að stjórnvöld þurfi að gera slíkt hið sama. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Viðreisn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 „Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er gagnrýninn á stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka í stöðuuppfærslu sem hann skrifaði á Facebook. Þar segir hann að dapurlegt hafi verið að lesa um hvernig bæði stjórnendur og starfsmenn bankans hafi virst aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram hafi bankinn verið í meirihlutaeigu ríkisins. „Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbuskap fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið,“ skrifar Sigmar. Sigmari þykir ekki aðeins efni skýrslunnar vera alvarlegt heldur einnig hvernig stjórnendur bankans hafa spilað úr stöðunni og gert lítið úr málinu. „Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi,“ skrifar Sigmar. Yfirlýsing Íslandsbanka á föstudag sé ekkert annað en fegrunaraðgerð þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með „orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn.“ Orð bankastjóra Íslandsbanka um að sáttin sé traustyfirlýsing fjármálaeftirlitsins koma honum sérstaklega spánskt fyrir sjónir nú þegar brot bankans hafa verið útlistuð í sáttinni. „Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti trausts almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign,“ skrifar Sigmar sem bætir við í lokin að stjórnvöld þurfi að gera slíkt hið sama.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Viðreisn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 „Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24
„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33