Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2023 19:45 Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada létu vel af dvöl sinni í Vestmannaeyjum. Fjölmiðlar fylgdu þeim hvert spor. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira