Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 11:00 Jevgeníj Prigozhin í Rostov-on-Don á laugardag. Hann þarf ekki að svara fyrir að hafa sölsað undir sig höfuðstöðvar hersins þar eða að stefna vopnuðu liði sínu að Moskvu. AP/fjölmiðlateymi Prigozhin Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. Málaliðaher Prigozhin gerði uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um helgina en dró sig í hlé eftir að Prigozhin náði samkomulagi við stjórnvöld í Kreml fyrir milligöngu Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Hluti af samkomulaginu var að hvorki Prigozhin né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina. Leyniþjónustan FSB rökstuddi ákvörðun sína um að fella rannsókn á uppreisninni niður með því að þátttakendur í henni hefðu „látið af aðgerðum sem beindust að því að fremja glæpinn“. Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að aðhafast ekki gegn Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans þykir ekki síst merkileg í ljósi þess hversu fast þau hafa tekið á hvers kyns andófi gegn sér eða stríðsrekstrinum í Úkraínu. Fjöldi stjórnarandstæðinga dúsir í fangelsum við illan kost fyrir það eitt að gagnrýna ríkisstjórnina á sama tíma og Prigozhin og félagar geta um frjálst höfuð strokið þrátt fyrir að hafa lagt undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don og skotið niður rússneskar þyrlur. Allt að tuttugu ára fangelsisvist liggur við vopnaðri uppreisn. Vladímír Pútín forseti lýsti Prigozhin enn sem svikara án þess að nefna hann á nafn í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Uppreisn hans væri vopn í höndum Úkraínumanna. Lofaði hann þó liðsmenn Wagner fyrir að koma í veg fyrir meiriháttar blóðbað. Skjáskot úr sjónvarpsávarpi þar sem Vladímír Pútín fordæmdi uppreisnarseggi Wagner í gærkvöldi.AP/skrifstofa Rússlandsforseta Framtíð Wagner óráðin Enn er óljóst hvar Prigozhin er staddur. Stjórnvöld í Kreml sögðu að hann færi í útlegð til Hvíta-Rússlands en hvorki hann né stjórn Lúkasjenka hefur staðfest það, að sögn AP-fréttastofunnar. Fregnir bárust af því í morgun að flugvél tengd Prigozhin hefði lent í höfuðborginni Minsk. Lúkasjenka minntist ekki á Prigozhin með nafni í sjónvarpaðri ræðu í morgun. Hann lýsti uppreisninni sem átökum á milli málaliðaforingjans og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, ekki valdaránstilraun. Prigozhin sjálfur lýsti uppreisninni sem mótmælum gegn tilskipun Shoigu um að leysa Wagner-hópinn upp og innlima liðsmenn hans í rússneska herinn í skilaboðum sem hann sendi frá sér í gær. Framtíð Wagner-hópsins er einnig óráðin. Tilskipun Shoigu á að taka gildi um mánaðamótin. Ekkert hefur komið fram um hvort að Prigozhin fái að halda her sínum. Pútín sagði í ávarpinu í gær að liðsmenn Wagner gætu gengið í rússneska herinn, látið af herþjónustu eða farið til Hvíta-Rússlands. Prigozhin sjálfur sagði í gær að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu stungið upp á lausnum sem gerðu Wagner-hópnum kleift að starfa „innan löglegra lögsögu“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við. Sérfræðingar telja ósennilegt að gróa muni um heilt á milli Pútín og Prigozhin eftir vendingar helgarinnar. Boð til Prigozhin og liðsmanna hans um hæli í Hvíta-Rússlandi gæti verið gildra. Samræður Alexanders Lúkasjenka og Prigozhin voru „karlmannlegar“ og fullar af fúkyrðum ef marka má einn af áróðursmeisturum hvítrússneska forsetans..Getty/Svetlov Ekki við hæfi mæðra Einn af áróðursmeisturum Lúkasjenka varpaði ljósi á hvernig það kom til að hvítrússneski forsetinn hlutaðist til í deilunni um helgina. Pútín hefði efast um að hægt væri að koma tali við Prigozhin en málaliðaforinginn hefði svarað strax þegar Lúkasjenka hringdi. Samræður þeirra hafi þó verið mjög erfiðar, og að því er virðist ekki við hæfi mæðra, að því er kemur fram í frétt New York Times. „Þeir fleipruðu strax út úr sér slíkum fúkyrðum að það hefði grætt hvaða móður sem er. Samræðurnar voru harðskeyttar og karlmannlegar, eftir því sem mér er sagt,“ sagði Vadim Gigin, forstöðumaður landsbókasafna Hvíta-Rússlands, við ríkisfjölmiðlinn Belta á sunnudag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir „Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“ Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar. 26. júní 2023 23:04 Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. 26. júní 2023 16:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Málaliðaher Prigozhin gerði uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um helgina en dró sig í hlé eftir að Prigozhin náði samkomulagi við stjórnvöld í Kreml fyrir milligöngu Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Hluti af samkomulaginu var að hvorki Prigozhin né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina. Leyniþjónustan FSB rökstuddi ákvörðun sína um að fella rannsókn á uppreisninni niður með því að þátttakendur í henni hefðu „látið af aðgerðum sem beindust að því að fremja glæpinn“. Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að aðhafast ekki gegn Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans þykir ekki síst merkileg í ljósi þess hversu fast þau hafa tekið á hvers kyns andófi gegn sér eða stríðsrekstrinum í Úkraínu. Fjöldi stjórnarandstæðinga dúsir í fangelsum við illan kost fyrir það eitt að gagnrýna ríkisstjórnina á sama tíma og Prigozhin og félagar geta um frjálst höfuð strokið þrátt fyrir að hafa lagt undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don og skotið niður rússneskar þyrlur. Allt að tuttugu ára fangelsisvist liggur við vopnaðri uppreisn. Vladímír Pútín forseti lýsti Prigozhin enn sem svikara án þess að nefna hann á nafn í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Uppreisn hans væri vopn í höndum Úkraínumanna. Lofaði hann þó liðsmenn Wagner fyrir að koma í veg fyrir meiriháttar blóðbað. Skjáskot úr sjónvarpsávarpi þar sem Vladímír Pútín fordæmdi uppreisnarseggi Wagner í gærkvöldi.AP/skrifstofa Rússlandsforseta Framtíð Wagner óráðin Enn er óljóst hvar Prigozhin er staddur. Stjórnvöld í Kreml sögðu að hann færi í útlegð til Hvíta-Rússlands en hvorki hann né stjórn Lúkasjenka hefur staðfest það, að sögn AP-fréttastofunnar. Fregnir bárust af því í morgun að flugvél tengd Prigozhin hefði lent í höfuðborginni Minsk. Lúkasjenka minntist ekki á Prigozhin með nafni í sjónvarpaðri ræðu í morgun. Hann lýsti uppreisninni sem átökum á milli málaliðaforingjans og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, ekki valdaránstilraun. Prigozhin sjálfur lýsti uppreisninni sem mótmælum gegn tilskipun Shoigu um að leysa Wagner-hópinn upp og innlima liðsmenn hans í rússneska herinn í skilaboðum sem hann sendi frá sér í gær. Framtíð Wagner-hópsins er einnig óráðin. Tilskipun Shoigu á að taka gildi um mánaðamótin. Ekkert hefur komið fram um hvort að Prigozhin fái að halda her sínum. Pútín sagði í ávarpinu í gær að liðsmenn Wagner gætu gengið í rússneska herinn, látið af herþjónustu eða farið til Hvíta-Rússlands. Prigozhin sjálfur sagði í gær að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu stungið upp á lausnum sem gerðu Wagner-hópnum kleift að starfa „innan löglegra lögsögu“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við. Sérfræðingar telja ósennilegt að gróa muni um heilt á milli Pútín og Prigozhin eftir vendingar helgarinnar. Boð til Prigozhin og liðsmanna hans um hæli í Hvíta-Rússlandi gæti verið gildra. Samræður Alexanders Lúkasjenka og Prigozhin voru „karlmannlegar“ og fullar af fúkyrðum ef marka má einn af áróðursmeisturum hvítrússneska forsetans..Getty/Svetlov Ekki við hæfi mæðra Einn af áróðursmeisturum Lúkasjenka varpaði ljósi á hvernig það kom til að hvítrússneski forsetinn hlutaðist til í deilunni um helgina. Pútín hefði efast um að hægt væri að koma tali við Prigozhin en málaliðaforinginn hefði svarað strax þegar Lúkasjenka hringdi. Samræður þeirra hafi þó verið mjög erfiðar, og að því er virðist ekki við hæfi mæðra, að því er kemur fram í frétt New York Times. „Þeir fleipruðu strax út úr sér slíkum fúkyrðum að það hefði grætt hvaða móður sem er. Samræðurnar voru harðskeyttar og karlmannlegar, eftir því sem mér er sagt,“ sagði Vadim Gigin, forstöðumaður landsbókasafna Hvíta-Rússlands, við ríkisfjölmiðlinn Belta á sunnudag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir „Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“ Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar. 26. júní 2023 23:04 Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. 26. júní 2023 16:02 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“ Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar. 26. júní 2023 23:04
Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. 26. júní 2023 16:02