Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2023 12:02 EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar. Beltadrekinn myndi nota ofurheitan ljósboga til að bræða sig í gegnum bergið. Earthgrid Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skrifað undir yfirlýsinguna ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa EarthGrid, í Vestmannaeyjum á föstudag. Vísir vakti athygli á þessari tækni í frétt í fyrrasumar en þar sagði að ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð. Sú aðferð að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekti vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt væri að með þessari tækni mætti grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson, fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Í frétt Stjórnarráðsins um viljayfirlýsinguna segir að mikil framþróun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð í heiminum með tilkomu svokallaðra kyndilborunartækni, sem á ensku kallast „plasma tunnel-boring technology“. Í stað þess að bora og sprengja með hefðbundnum hætti séu fyrirtæki að byrja að nýta kyndilbora sem bræði bergið. „Hagræðið við þessa aðferð er mikið og er talið að á sólarhring sé hægt að bræða allt að einum kílómetra sem er mun meira en hægt er með hefðbundnum aðferðum. Kostnaður við þessa aðferð er einnig mun minni en talið er að kostnaður sé allt að helmingi minni en við þekkjum í dag. Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Þar segir ennfremur að tækniþróunin sé hröð og að kyndilboranir fyrir lagnagöng í Bandaríkjunum hefjist fyrir lok árs. Lagnagöng séu fyrst á dagskrá en búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. „Það liggur fyrir gríðarleg þörf fyrir fjölmörg jarðgöng eins og kemur fram í tillögu að nýrri samgönguáætlun. Ný tækni við jarðgangagerð getur verið mjög dýrmæt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Það er sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu í Eyjum í dag,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Það eru mikil tækifæri í því fólgin fyrir okkur Íslendinga að nýta tækniþróun og nýsköpun til uppbyggingar innviða og það er von mín að þessi aðferð geti komið að góðum notum í þeim stóru verkefnum sem við blasa,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra. Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Orkumál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skrifað undir yfirlýsinguna ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa EarthGrid, í Vestmannaeyjum á föstudag. Vísir vakti athygli á þessari tækni í frétt í fyrrasumar en þar sagði að ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð. Sú aðferð að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekti vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt væri að með þessari tækni mætti grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson, fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Í frétt Stjórnarráðsins um viljayfirlýsinguna segir að mikil framþróun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð í heiminum með tilkomu svokallaðra kyndilborunartækni, sem á ensku kallast „plasma tunnel-boring technology“. Í stað þess að bora og sprengja með hefðbundnum hætti séu fyrirtæki að byrja að nýta kyndilbora sem bræði bergið. „Hagræðið við þessa aðferð er mikið og er talið að á sólarhring sé hægt að bræða allt að einum kílómetra sem er mun meira en hægt er með hefðbundnum aðferðum. Kostnaður við þessa aðferð er einnig mun minni en talið er að kostnaður sé allt að helmingi minni en við þekkjum í dag. Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Þar segir ennfremur að tækniþróunin sé hröð og að kyndilboranir fyrir lagnagöng í Bandaríkjunum hefjist fyrir lok árs. Lagnagöng séu fyrst á dagskrá en búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. „Það liggur fyrir gríðarleg þörf fyrir fjölmörg jarðgöng eins og kemur fram í tillögu að nýrri samgönguáætlun. Ný tækni við jarðgangagerð getur verið mjög dýrmæt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Það er sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu í Eyjum í dag,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Það eru mikil tækifæri í því fólgin fyrir okkur Íslendinga að nýta tækniþróun og nýsköpun til uppbyggingar innviða og það er von mín að þessi aðferð geti komið að góðum notum í þeim stóru verkefnum sem við blasa,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra.
Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Orkumál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20