Marabou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júní 2023 16:31 IKEA í Svíþjóð ætla að hætta að selja vörur frá Mondelez sem sakaðir eru um að styðja við stríðsrekstur Pútíns. Vísir/Vilhelm Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins. Margir fara í húsgagnaverslunina IKEA gagngert til þess að borða og kaupa sælgæti. Þar á meðal súkkulaðið Marabou og Daim sem má segja að orðið sé samofið IKEA eftir áratuga fylgd, enda upprunalega sænskar vörur. Í dag er súkkulaðið hins vegar komið í eigu bandaríska matvörurisans Mondelez sem framleiðir einnig Oreo, Ritz, TUC, Milka, Toblerone, Cadbury og Cote d´Or fílakaramellur. Mondelez er alþjóðlegt fyrirtæki og er með starfsemi í Rússlandi. Hefur Mondelez ekki dregið seglin saman þar í landi nema að litlu leyti þrátt fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. „Fjármagna sprengjuherferðir“ Í lok maí lýstu úkraínsk stjórnvöld, það er sú ríkisstofnun sem berst gegn spillingu (NACP), að Mondelez væri einn af styrktaraðilum innrásar Rússa í Úkraínu. En Mondelez greiddi 61 milljónir dollara, eða rúma 8 milljarða króna, í skatt til Rússlands árið 2022 vegna starfsemi þriggja verksmiðja. „Allir skattar sem dótturfyrirtækið Mondelez í Rússlandi greiðir fara beint í stríðsrekstur Pútíns. Þetta fjármagnar sprengjuherferðir gagnvart okkur,“ sagði Agía Sagrebelska, yfirmaður hjá NACP við sænska dagblaðið Aftonbladet. IKEA súkkulaði í staðinn Í yfirlýsingu IKEA segir að fyrirtækið hyggist „fasa út“ vörur frá Mondelez. Í staðinn verður súkkulaði sem IKEA framleiðir sjálft sett í hillurnar. IKEA hefur ekki sagt beinum orðum að Mondelez vörur verði teknar úr sölu vegna starfseminnar í Rússlandi. Margir fara í IKEA gagngert til þess að borða eða kaupa súkkulaði. Vísir/Vilhelm Fleiri fyrirtæki hafa tekið Mondelez vörur úr sölu, þar á meðal flugfélagið SAS og SJ, stærsta járnbrautarfyrirtæki Svíþjóðar. ATH UPPFÆRT Í upphaflegri frétt stóð að IKEA á Íslandi hefði ekki fengið tilmæli frá Svíþjóð um að taka Mondelez vörur úr hillum. Hið rétta er að það sama gildir hér á landi og annars staðar. Samkvæmt Stefáni Dagssyni framkvæmdastjóra verða Mondelez vörur smám saman fasaðar út en IKEA sælgæti kemur í staðinn. Matur Innrás Rússa í Úkraínu IKEA Sælgæti Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Sjá meira
Margir fara í húsgagnaverslunina IKEA gagngert til þess að borða og kaupa sælgæti. Þar á meðal súkkulaðið Marabou og Daim sem má segja að orðið sé samofið IKEA eftir áratuga fylgd, enda upprunalega sænskar vörur. Í dag er súkkulaðið hins vegar komið í eigu bandaríska matvörurisans Mondelez sem framleiðir einnig Oreo, Ritz, TUC, Milka, Toblerone, Cadbury og Cote d´Or fílakaramellur. Mondelez er alþjóðlegt fyrirtæki og er með starfsemi í Rússlandi. Hefur Mondelez ekki dregið seglin saman þar í landi nema að litlu leyti þrátt fyrir stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. „Fjármagna sprengjuherferðir“ Í lok maí lýstu úkraínsk stjórnvöld, það er sú ríkisstofnun sem berst gegn spillingu (NACP), að Mondelez væri einn af styrktaraðilum innrásar Rússa í Úkraínu. En Mondelez greiddi 61 milljónir dollara, eða rúma 8 milljarða króna, í skatt til Rússlands árið 2022 vegna starfsemi þriggja verksmiðja. „Allir skattar sem dótturfyrirtækið Mondelez í Rússlandi greiðir fara beint í stríðsrekstur Pútíns. Þetta fjármagnar sprengjuherferðir gagnvart okkur,“ sagði Agía Sagrebelska, yfirmaður hjá NACP við sænska dagblaðið Aftonbladet. IKEA súkkulaði í staðinn Í yfirlýsingu IKEA segir að fyrirtækið hyggist „fasa út“ vörur frá Mondelez. Í staðinn verður súkkulaði sem IKEA framleiðir sjálft sett í hillurnar. IKEA hefur ekki sagt beinum orðum að Mondelez vörur verði teknar úr sölu vegna starfseminnar í Rússlandi. Margir fara í IKEA gagngert til þess að borða eða kaupa súkkulaði. Vísir/Vilhelm Fleiri fyrirtæki hafa tekið Mondelez vörur úr sölu, þar á meðal flugfélagið SAS og SJ, stærsta járnbrautarfyrirtæki Svíþjóðar. ATH UPPFÆRT Í upphaflegri frétt stóð að IKEA á Íslandi hefði ekki fengið tilmæli frá Svíþjóð um að taka Mondelez vörur úr hillum. Hið rétta er að það sama gildir hér á landi og annars staðar. Samkvæmt Stefáni Dagssyni framkvæmdastjóra verða Mondelez vörur smám saman fasaðar út en IKEA sælgæti kemur í staðinn.
Matur Innrás Rússa í Úkraínu IKEA Sælgæti Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Sjá meira