Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Árni Sæberg skrifar 28. júní 2023 18:39 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Vísir Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent