West Ham búið að samþykkja tilboð Arsenal Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 19:44 Declan Rice í leik með enska landsliðinu. Vísir/Getty Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Declan Rice verði leikmaður Arsenal á næstu leiktíð. Skysports greinir frá því að West Ham sé búið að samþykkja tilboð Arsenal í enska landsliðsmanninn. Declan Rice hefur verið heitasti bitinn á enska félagaskiptamarkaðnum síðustu vikurnar. Þegar tímabilinu lauk greindu forráðamenn West Ham frá því að Rice fengi að yfirgefa félagið fyrir rétt verð og strax varð ljóst að Arsenal ætlaði sér að næla í kappann. Á síðustu dögum bættist Manchester City í kapphlaupið og lagði fram tilboð í Rice. Fyrstu tveimur tilboðum Arsenal var hafnað sem og tilboði Manchester City. West Ham have just communicated to Arsenal that they re accepting £100m plus £5m add-ons fee for Declan Rice.The two clubs remain in talks over deal structure & payment terms as West Ham want £100m to be paid within 18 months.Final discussions and then done deal. pic.twitter.com/khKe5EgeFc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 28, 2023 Í morgun bárust síðan fregnir af því að Arsenal hefði lagt fram nýtt tilboð upp á samtals 105 milljónir punda þar sem 5 milljónir væru háðar frammistöðu Rice og Arsenal. Það tilboð hefur nú verið samþykkt og munu viðræður eflaust klárast á næstu dögum. Félögin eiga enn í viðræðum með fyrirkomulag greiðslunnar af hálfu Arsenal en þetta verður langhæsta verð sem Arsenal hefur greitt fyrir leikmann, sá dýrasti hingað til var Nicolas Pepe sem keyptur var frá Lille á 72 milljónir punda árið 2019. Declan Rice hefur leikið allan sinn feril með West Ham og vann Sambandsdeildina með félaginu fyrr í mánuðinum. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Declan Rice hefur verið heitasti bitinn á enska félagaskiptamarkaðnum síðustu vikurnar. Þegar tímabilinu lauk greindu forráðamenn West Ham frá því að Rice fengi að yfirgefa félagið fyrir rétt verð og strax varð ljóst að Arsenal ætlaði sér að næla í kappann. Á síðustu dögum bættist Manchester City í kapphlaupið og lagði fram tilboð í Rice. Fyrstu tveimur tilboðum Arsenal var hafnað sem og tilboði Manchester City. West Ham have just communicated to Arsenal that they re accepting £100m plus £5m add-ons fee for Declan Rice.The two clubs remain in talks over deal structure & payment terms as West Ham want £100m to be paid within 18 months.Final discussions and then done deal. pic.twitter.com/khKe5EgeFc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 28, 2023 Í morgun bárust síðan fregnir af því að Arsenal hefði lagt fram nýtt tilboð upp á samtals 105 milljónir punda þar sem 5 milljónir væru háðar frammistöðu Rice og Arsenal. Það tilboð hefur nú verið samþykkt og munu viðræður eflaust klárast á næstu dögum. Félögin eiga enn í viðræðum með fyrirkomulag greiðslunnar af hálfu Arsenal en þetta verður langhæsta verð sem Arsenal hefur greitt fyrir leikmann, sá dýrasti hingað til var Nicolas Pepe sem keyptur var frá Lille á 72 milljónir punda árið 2019. Declan Rice hefur leikið allan sinn feril með West Ham og vann Sambandsdeildina með félaginu fyrr í mánuðinum.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira