Stórþjóðir úr leik á Evrópumótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 22:31 Leikmenn Þjóðverja ganga niðurlútir af velli eftir tapið gegn Englandi í dag. Vísir/Getty Riðlakeppni Evrópumóts U-21 árs landsliða í knattspyrnu. Englendingar tryggðu sér örugglega sæti í 8-liða úrslitum en þrjár stórþjóðir eru fallnar úr leik. Úrslitakeppni U-21 árs landsliða í knattspyrnu fer nú fram í Rúmeníu og Georgíu. Í gær lauk keppni í tveimur riðlum og náðu heimamenn í Georgíu að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á kostnað Hollendinga. Þetta varð lajóst eftir að liðin gerðu jafntefli í leik þeirra í gær en á sama tíma vann Portúgal 2-1 sigur á Belgíu og tryggði sig áfram ásamt Georgíu. Í B-riðli fóru lið Spánar og Úkraínu örugglega upp úr riðlinum. Bæði lið unnu sína leiki gegn Króatíu og Rúmeníu og gerðu síðan jafntefli í innbyrðisviðureign sinni. Spánn endar þó í efsta sæti með betra markahlutfall en Úkraína. Harvey Elliott leikmaður Liverpool skoraði frábært mark fyrir Englendinga gegn Þjóðverjum í dag.Vísir/Getty Keppni í C-riðli lauk fyrr í dag. Þar vann England alla sína leiki og vann riðilinn en Ísrael kom mörgum á óvart og tryggði sér einnig sæti í 8-liða úrslitum. Lið Þjóðverja hafnaði í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig en Tékkar enduðu í þriðja sæti en þeir töpuðu 1-0 fyrir Ísrael í dag. Frakkar höfðu talsverða yfirburði í D-riðli sem lauk í kvöld. Frakkland vann alla sína leiki í riðlinum, þann síðasta gegn Sviss í kvöld sem fara þó áfram en skilja Ítalíu og Noreg eftir fyrir neðan sig en þrjú neðstu liðin enduðu öll með þrjú stig í riðlinum. Holland, Þýskaland og Ítalía þurfa því öll að kveðja keppnina eftir riðlakeppnina en Þjóðverjar áttu titil að verja fyrir mótið. Svona líta 8-liða úrslitin út Laugardaginn 1.júlí Georgía gegn ÍsraelSpánn gegn Sviss Sunnudaginn 2.júlí England gegn PortúgalFrakkland gegn Úkraínu Fótbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Úrslitakeppni U-21 árs landsliða í knattspyrnu fer nú fram í Rúmeníu og Georgíu. Í gær lauk keppni í tveimur riðlum og náðu heimamenn í Georgíu að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum á kostnað Hollendinga. Þetta varð lajóst eftir að liðin gerðu jafntefli í leik þeirra í gær en á sama tíma vann Portúgal 2-1 sigur á Belgíu og tryggði sig áfram ásamt Georgíu. Í B-riðli fóru lið Spánar og Úkraínu örugglega upp úr riðlinum. Bæði lið unnu sína leiki gegn Króatíu og Rúmeníu og gerðu síðan jafntefli í innbyrðisviðureign sinni. Spánn endar þó í efsta sæti með betra markahlutfall en Úkraína. Harvey Elliott leikmaður Liverpool skoraði frábært mark fyrir Englendinga gegn Þjóðverjum í dag.Vísir/Getty Keppni í C-riðli lauk fyrr í dag. Þar vann England alla sína leiki og vann riðilinn en Ísrael kom mörgum á óvart og tryggði sér einnig sæti í 8-liða úrslitum. Lið Þjóðverja hafnaði í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig en Tékkar enduðu í þriðja sæti en þeir töpuðu 1-0 fyrir Ísrael í dag. Frakkar höfðu talsverða yfirburði í D-riðli sem lauk í kvöld. Frakkland vann alla sína leiki í riðlinum, þann síðasta gegn Sviss í kvöld sem fara þó áfram en skilja Ítalíu og Noreg eftir fyrir neðan sig en þrjú neðstu liðin enduðu öll með þrjú stig í riðlinum. Holland, Þýskaland og Ítalía þurfa því öll að kveðja keppnina eftir riðlakeppnina en Þjóðverjar áttu titil að verja fyrir mótið. Svona líta 8-liða úrslitin út Laugardaginn 1.júlí Georgía gegn ÍsraelSpánn gegn Sviss Sunnudaginn 2.júlí England gegn PortúgalFrakkland gegn Úkraínu
Fótbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira