Íslensku strákarnir spila um verðlaun á HM Óskar Ófeigur Jónsson og Sindri Sverrisson skrifa 29. júní 2023 15:20 Þorsteinn Leó Gunnarsson átti magnaðan leik í dag og skoraði ellefu mörk. Hann var skiljanlega valinn maður leiksins. IHF Ísland leikur um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta, eftir að hafa slegið út Portúgal í 8-liða úrslitum í Berlín í dag með 32-28 sigri. Í undanúrslitunum mæta strákarnir sigurliðinu úr leik Ungverjalands og Króatíu sem fram fer síðar í dag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og sama hvernig fer þar þá mun Ísland leika um verðlaun á sunnudaginn, við Serbíu (sem sló Færeyjar út í dag), Þýskaland eða Danmörku. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Ísland í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og endaði með ellefu mörk. Árangur Íslands er sá besti sem U21-landsliðið hefur náð á HM síðan það vann bronsverðlaun fyrir þrjátíu árum. Styttra er þó síðan að íslenskt landslið vann verðlaun á heimsmeistaramóti en það gerði U19-landslið karla á HM 2015, þegar liðið vann brons, og á HM 2009 þegar liðið vann silfur. Magnaður Þorsteinn þegar Ísland komst yfir Portúgal skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dag og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, og var Ísland tveimur mörkum undir að honum loknum, 14-12. Snemma í seinni hálfleik náðu íslensku strákarnir hins vegar frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð, og komust þannig yfir í fyrsta sinn í leiknum, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Portúgalar tóku þá leikhlé en gekk erfiðlega að breyta gangi mála og þeir áttu sérstaklega erfitt með að halda aftur af skyttunni hávöxnu og sterku, Þorsteini Leó. Hann skoraði fimm mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og kom Íslandi í 22-20 með sínu níunda marki í leiknum. Þorsteinn lenti reyndar illa eftir níunda markið og fór af velli en sneri fljótlega aftur, og kom Íslandi í 26-24 með sínu tíunda marki þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Rekinn af velli fyrir brot á Þorsteini Portúgalar reyndu að stöðva Þorstein en Nilton Melo gekk of langt og fékk rautt spjald eftir að hafa farið í andlit Þorsteins í miðju skoti. Spennan hélt þó áfram í leiknum en Ísland var 1-2 mörkum yfir þar til að Einar Bragi Aðalsteinsson brunaði fram og skoraði úr hraðaupphlaupi, og jók muninn í 30-27, rétt eftir laglegt mark Símonar Michaels Guðjónssonar úr hægra horninu. Portúgal tókst ekki að hleypa spennu í leikin í lokin, enda kviknaði svo um munaði á Brynjari Vigni Sigurjónssyni í markinu, og Ísland vann fjögurra marka sigur, 32-28. Þorsteinn var eins og fyrr segir markahæstur með ellefu mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk, Benedikt Gunnar Óskasson og Símon Michael Guðjónsson 4 hvor, Arnór Viðarsson, Jóhannes Berg Andrason og Tryggvi Þórisson 2 hver, og Stefán Orri Arnalds og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark hvor. Handbolti Tengdar fréttir Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og sama hvernig fer þar þá mun Ísland leika um verðlaun á sunnudaginn, við Serbíu (sem sló Færeyjar út í dag), Þýskaland eða Danmörku. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Ísland í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og endaði með ellefu mörk. Árangur Íslands er sá besti sem U21-landsliðið hefur náð á HM síðan það vann bronsverðlaun fyrir þrjátíu árum. Styttra er þó síðan að íslenskt landslið vann verðlaun á heimsmeistaramóti en það gerði U19-landslið karla á HM 2015, þegar liðið vann brons, og á HM 2009 þegar liðið vann silfur. Magnaður Þorsteinn þegar Ísland komst yfir Portúgal skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dag og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, og var Ísland tveimur mörkum undir að honum loknum, 14-12. Snemma í seinni hálfleik náðu íslensku strákarnir hins vegar frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð, og komust þannig yfir í fyrsta sinn í leiknum, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Portúgalar tóku þá leikhlé en gekk erfiðlega að breyta gangi mála og þeir áttu sérstaklega erfitt með að halda aftur af skyttunni hávöxnu og sterku, Þorsteini Leó. Hann skoraði fimm mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og kom Íslandi í 22-20 með sínu níunda marki í leiknum. Þorsteinn lenti reyndar illa eftir níunda markið og fór af velli en sneri fljótlega aftur, og kom Íslandi í 26-24 með sínu tíunda marki þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Rekinn af velli fyrir brot á Þorsteini Portúgalar reyndu að stöðva Þorstein en Nilton Melo gekk of langt og fékk rautt spjald eftir að hafa farið í andlit Þorsteins í miðju skoti. Spennan hélt þó áfram í leiknum en Ísland var 1-2 mörkum yfir þar til að Einar Bragi Aðalsteinsson brunaði fram og skoraði úr hraðaupphlaupi, og jók muninn í 30-27, rétt eftir laglegt mark Símonar Michaels Guðjónssonar úr hægra horninu. Portúgal tókst ekki að hleypa spennu í leikin í lokin, enda kviknaði svo um munaði á Brynjari Vigni Sigurjónssyni í markinu, og Ísland vann fjögurra marka sigur, 32-28. Þorsteinn var eins og fyrr segir markahæstur með ellefu mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk, Benedikt Gunnar Óskasson og Símon Michael Guðjónsson 4 hvor, Arnór Viðarsson, Jóhannes Berg Andrason og Tryggvi Þórisson 2 hver, og Stefán Orri Arnalds og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark hvor.
Handbolti Tengdar fréttir Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01