Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. júní 2023 07:30 Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Á hverjum tíma fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Það felst í eftirliti með framkvæmd eigendastefnu ríkisins og að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum. Þannig er sköpuð armslengd frá fjármálaráðherra sem handhafa hlutbréfa ríkisins í Íslandsbanka. Armslengdin nær alls ekki til sölu á eignarhluta ríkisins, enda seldi fjármálaráðherra hlutabréfin í Íslandsbanka, enginn annar. Á ábyrgð fjármálaráðherra var að tryggja að allur undirbúningur á sölunni væri þannig að lög yrðu ekki brotin og ekki síst að hann sem fjármálaráðherra bryti ekki lög sem seljandi ríkisbankans. Hvorugt var gert. Fjármálaráðherra stóð þannig að sölunni að hann seldi föður sínum hlut og vissi ekki hverjum hann var að selja, að eigin sögn. Ekki virtist gerð krafa um upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðareiganda, sem selur íbúð sína, ber lagaskylda til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaga sem vilja kaupa íbúð hans. Fjármálaeftirlit Seðlabanka (FME) rannsakaði einungis aðkomu Íslandsbanka að sölunni, ekki ábyrgð fjármálaráðherra. Sektin, 1,2 milljarða króna, er merki um að mikið sé að í yfirstjórn bankans. Það er á ábyrgð eiganda. Ég hef unnið í FME, efnahagsbrotadeild og hjá tveimur norrænum stórbönkum og aldrei kynnst öðru eins. FME segir í sáttinni að framkvæmd Íslandsbanka hafi verið áfátt í flestum skrefum útboðsins og fól hún í sér víðtæk og alvarleg brot bankans á skyldum samkvæmt lögum. Slíkir annmarkar bendi til þess að áhættumenning og stjórnarhættir bankans hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum, né innri reglum og verklagi. FME telur að stjórn og bankastjóri hafi ekki tryggt að bankinn starfaði í samræmi við lög sem um starfsemina gilda eða að innri reglum bankans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og bankastjóri ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun. Bankinn villti um fyrir Bankasýslunni, viðskiptavinir voru ranglega flokkaðir sem fagfjárfestar, greining á hagsmunaárekstrum vegna kaupa starfsmanna var ekki gerð, yfir 160 símtöl voru ekki hljóðrituð, viðskiptavinir voru hvattir til að skrá sig sem fagfjárfesta og þeir ranglega upplýstir að lágmarksboð væri 20 milljónir króna. Lægsta salan var á 1,1 milljón króna. Upplýsa þarf nú að fullu um hvernig fjármálaráðherra stóð að sölunni á Íslandsbanka. Það verður einungis gert með rannsóknarnefnd Alþingis. Ljóst er að ekki einungis stjórn og bankastjóri þurfa að víkja heldur einnig fjármálaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á sölunni. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Á hverjum tíma fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Það felst í eftirliti með framkvæmd eigendastefnu ríkisins og að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum. Þannig er sköpuð armslengd frá fjármálaráðherra sem handhafa hlutbréfa ríkisins í Íslandsbanka. Armslengdin nær alls ekki til sölu á eignarhluta ríkisins, enda seldi fjármálaráðherra hlutabréfin í Íslandsbanka, enginn annar. Á ábyrgð fjármálaráðherra var að tryggja að allur undirbúningur á sölunni væri þannig að lög yrðu ekki brotin og ekki síst að hann sem fjármálaráðherra bryti ekki lög sem seljandi ríkisbankans. Hvorugt var gert. Fjármálaráðherra stóð þannig að sölunni að hann seldi föður sínum hlut og vissi ekki hverjum hann var að selja, að eigin sögn. Ekki virtist gerð krafa um upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðareiganda, sem selur íbúð sína, ber lagaskylda til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaga sem vilja kaupa íbúð hans. Fjármálaeftirlit Seðlabanka (FME) rannsakaði einungis aðkomu Íslandsbanka að sölunni, ekki ábyrgð fjármálaráðherra. Sektin, 1,2 milljarða króna, er merki um að mikið sé að í yfirstjórn bankans. Það er á ábyrgð eiganda. Ég hef unnið í FME, efnahagsbrotadeild og hjá tveimur norrænum stórbönkum og aldrei kynnst öðru eins. FME segir í sáttinni að framkvæmd Íslandsbanka hafi verið áfátt í flestum skrefum útboðsins og fól hún í sér víðtæk og alvarleg brot bankans á skyldum samkvæmt lögum. Slíkir annmarkar bendi til þess að áhættumenning og stjórnarhættir bankans hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum, né innri reglum og verklagi. FME telur að stjórn og bankastjóri hafi ekki tryggt að bankinn starfaði í samræmi við lög sem um starfsemina gilda eða að innri reglum bankans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og bankastjóri ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun. Bankinn villti um fyrir Bankasýslunni, viðskiptavinir voru ranglega flokkaðir sem fagfjárfestar, greining á hagsmunaárekstrum vegna kaupa starfsmanna var ekki gerð, yfir 160 símtöl voru ekki hljóðrituð, viðskiptavinir voru hvattir til að skrá sig sem fagfjárfesta og þeir ranglega upplýstir að lágmarksboð væri 20 milljónir króna. Lægsta salan var á 1,1 milljón króna. Upplýsa þarf nú að fullu um hvernig fjármálaráðherra stóð að sölunni á Íslandsbanka. Það verður einungis gert með rannsóknarnefnd Alþingis. Ljóst er að ekki einungis stjórn og bankastjóri þurfa að víkja heldur einnig fjármálaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á sölunni. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar