Ríkisfjölmiðill áminntur vegna myndskeiðs af kynlífi höfrunga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júní 2023 07:56 Áhorfandanum þótti atburðarásin ekki við hæfi barna. Getty/Anadolu Agency/Onur Coban Fjölmiðlaeftirlitsstofnun Nýja-Sjálands hefur veitt ríkisfjölmiðlinum TVNZ áminningu fyrir að heimila náttúrulífsþátt fyrir alla aldurshópa. Ákvörðunin var tekin eftir að einn áhorfandi kvartaði undan atriði sem sýndi mökun höfrunga. Í umræddu atriði, sem birtist í þáttunum Our Big Blue Backyard, sést hvernig hópur af karlkyns höfrunga króa kvenkyns höfrung af á yfirborðinu og skipast á að eiga mök við hana. Í áliti stofnunarinnar segir að myndskeiðið hafi meðal annars sýnt karlkyns höfrungana synda í kringum kvenhöfrungin. Voru kynfæri þeirra sýnileg og einn sýndur „fara inn í“ kvenhöfrunginn. Þá er þess einnig getið að undir hafi spilað hljóðin sem dýrin gáfu frá sér. Einn þeirra sem sáu þáttinn, maður að nafni Chris Radford, kvartaði undan því að þátturinn hefði verið sýndur um kvöldmatarleytið og verið flokkaður við hæfi allra aldurshópa. Sagði hann í kvörtun sinni að jafnvel þótt um væri að ræða eðlilega hegðun meðal höfrunga hefði engu að síður verið um að ræða kynferðislegt ofbeldi karlhöfrunganna gegn kvenhöfrungnum, þar sem hún hefði bersýnlega verið að reyna að flýja hópinn. „Það er ljóst að þetta er atburðarás þar sem leiðbeina þarf börnum frekar um þá hegðun sem sýnd var,“ segir hann. TVNZ vildi hins vegar meina að um væri að ræða fræðslu sem byggði á staðreyndum og að hegðun höfrunganna jafngilti ekki kynferðisofbeldi meðal manna. Eftirlitsstofnunin var hins vegar sammála Radford og sagði að flokka hefði átt þáttinn þannig að börn ættu ekki að horfa á hann nema með fullorðnum. Sagði stofnunin að atriðið hefði sannarlega geta valdið börnum uppnámi. Nýja-Sjáland Dýr Fjölmiðlar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Í umræddu atriði, sem birtist í þáttunum Our Big Blue Backyard, sést hvernig hópur af karlkyns höfrunga króa kvenkyns höfrung af á yfirborðinu og skipast á að eiga mök við hana. Í áliti stofnunarinnar segir að myndskeiðið hafi meðal annars sýnt karlkyns höfrungana synda í kringum kvenhöfrungin. Voru kynfæri þeirra sýnileg og einn sýndur „fara inn í“ kvenhöfrunginn. Þá er þess einnig getið að undir hafi spilað hljóðin sem dýrin gáfu frá sér. Einn þeirra sem sáu þáttinn, maður að nafni Chris Radford, kvartaði undan því að þátturinn hefði verið sýndur um kvöldmatarleytið og verið flokkaður við hæfi allra aldurshópa. Sagði hann í kvörtun sinni að jafnvel þótt um væri að ræða eðlilega hegðun meðal höfrunga hefði engu að síður verið um að ræða kynferðislegt ofbeldi karlhöfrunganna gegn kvenhöfrungnum, þar sem hún hefði bersýnlega verið að reyna að flýja hópinn. „Það er ljóst að þetta er atburðarás þar sem leiðbeina þarf börnum frekar um þá hegðun sem sýnd var,“ segir hann. TVNZ vildi hins vegar meina að um væri að ræða fræðslu sem byggði á staðreyndum og að hegðun höfrunganna jafngilti ekki kynferðisofbeldi meðal manna. Eftirlitsstofnunin var hins vegar sammála Radford og sagði að flokka hefði átt þáttinn þannig að börn ættu ekki að horfa á hann nema með fullorðnum. Sagði stofnunin að atriðið hefði sannarlega geta valdið börnum uppnámi.
Nýja-Sjáland Dýr Fjölmiðlar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira