Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júní 2023 11:23 Gera má ráð fyrir að mikið líf og fjör verði á Orkumóti ÍBV næstu daga líkt og sást vel í fyrra. STÖÐ 2 SPORT Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra. Hið árlega Orkumót hófst formlega í dag og stendur út laugardag en þar keppa strákar í 6. flokki karla í knattspyrnu. Heildarfjöldi keppenda, þjálfara og fararstjóra nemur um 1.200 þetta árið og fylgir þeim hið minnsta álíka fjöldi foreldra. „Þetta er bara íslenskt sumar í hnotskurn. Þetta er bara það sem við búum við,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri Orkumótsins. Nokkuð hafi verið um hvelli í Herjólfsdal seinni partinn í gær en fljótlega byrjað að lægja. „Það er bara eins og veðrið er í Vestmannaeyjum. Það kemur logn og svo kemur bara sprenging, það gengur svona í bylgjum. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því og fólk sem þekkir ekki svona veður eins og við búum við.“ Öllu vön í Vestmannaeyjum Sigríður segir að Eyjamenn séu öllu vanir þegar veðurguðirnir séu annars vegar. „Þetta er eiginlega bara svona klassískt vetrarveður í lok júní,“ bætir hún við og hlær. Hún á von á skemmtilegu og fjörugu móti um helgina eftir þessa kröftugu byrjun. „Það er bara komið fullt af peyjum hérna til að eiga góða daga, spila fótbolta, hafa gaman og skemmta sér. Ég á ekki von á öðru en það takist vel.“ Sigríður bindur nú vonir við að rokið sé afstaðið og veðrið muni leika við þátttakendur fram á sunnudag. Mótið rúllar vel af stað og hófust leikir á öllum völlum nú í morgun. „Það er pínu blautt en það er ekki eins og það sé alltaf sól og blíða í Vestmannaeyjum. Það er fínt að byrja þetta svona og svo endum við í blíðu á laugardaginn. Það er alltaf betra að enda í blíðu heldur en rigningu og roki,“ segir Sigríður hress en þegar Vísir náði af henni tali voru þátttakendur önnum kafnir við að gæða sér á sérstakri afmælisköku í tilefni þess að fótboltamótið fer nú fram í fertugasta sinn. Vestmannaeyjar Fótbolti Veður Tjaldsvæði Sumarmótin Íþróttir barna Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Hið árlega Orkumót hófst formlega í dag og stendur út laugardag en þar keppa strákar í 6. flokki karla í knattspyrnu. Heildarfjöldi keppenda, þjálfara og fararstjóra nemur um 1.200 þetta árið og fylgir þeim hið minnsta álíka fjöldi foreldra. „Þetta er bara íslenskt sumar í hnotskurn. Þetta er bara það sem við búum við,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri Orkumótsins. Nokkuð hafi verið um hvelli í Herjólfsdal seinni partinn í gær en fljótlega byrjað að lægja. „Það er bara eins og veðrið er í Vestmannaeyjum. Það kemur logn og svo kemur bara sprenging, það gengur svona í bylgjum. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því og fólk sem þekkir ekki svona veður eins og við búum við.“ Öllu vön í Vestmannaeyjum Sigríður segir að Eyjamenn séu öllu vanir þegar veðurguðirnir séu annars vegar. „Þetta er eiginlega bara svona klassískt vetrarveður í lok júní,“ bætir hún við og hlær. Hún á von á skemmtilegu og fjörugu móti um helgina eftir þessa kröftugu byrjun. „Það er bara komið fullt af peyjum hérna til að eiga góða daga, spila fótbolta, hafa gaman og skemmta sér. Ég á ekki von á öðru en það takist vel.“ Sigríður bindur nú vonir við að rokið sé afstaðið og veðrið muni leika við þátttakendur fram á sunnudag. Mótið rúllar vel af stað og hófust leikir á öllum völlum nú í morgun. „Það er pínu blautt en það er ekki eins og það sé alltaf sól og blíða í Vestmannaeyjum. Það er fínt að byrja þetta svona og svo endum við í blíðu á laugardaginn. Það er alltaf betra að enda í blíðu heldur en rigningu og roki,“ segir Sigríður hress en þegar Vísir náði af henni tali voru þátttakendur önnum kafnir við að gæða sér á sérstakri afmælisköku í tilefni þess að fótboltamótið fer nú fram í fertugasta sinn.
Vestmannaeyjar Fótbolti Veður Tjaldsvæði Sumarmótin Íþróttir barna Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira