Tsipras hættir eftir að Syriza beið afhroð í kosningum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2023 12:18 Alexis Tsipras tók við formennsku í Syriza árið 2012 og var forsætisráðherra Grikklands á árunum 2ö15 til 2019. AP Alexis Tsipras, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, hefur ákveðið að segja af sér formennsku í vinstriflokknum Syriza eftir að flokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum. Tsipras gegndi embætti forsætisráðherra Grikklands á árunum 2015 til 2019, á tíma þegar Grikkjum var gert að sæta ströngum aðhaldsaðgerðum í efnahagsmálum vegna skuldastöðu sinnar til að hægt væri að tryggja gríska ríkinu frekari lán. Kröfðust margir þess á sínum tíma að Grikklandi yrði vikið úr evrusamstarfinu vegna stöðunnar. Hinn 48 ára Tsipras greindi frá ákvörðun sinni í sjónvarpsávarpi í morgun. Hann sagði tíma til kominn að „hefja nýja hringrás“ og að þetta tap í kosningunum yrði að verða nýtt upphaf þeirrar hringrásar. Sagði hann ennfremur að boðað yrði til formannskosninga í Syriza þar sem hann yrði sjálfur ekki í framboði. Syriza hlaut um átján prósent atkvæða í þingkosningum um liðna helgi þar sem hægriflokkurinn Nýtt lýðræði tryggði sér meirihluta og mun þannig áfram fara með stjórn landsins. Tsipras og Syriza komst á sínum tíma til valda í landinu vegna loforða um að berjast harkalega gegn hinum ströngu aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins. Fjölmargir háttsettir innan vinstristjórnar Syriza áttu þó eftir að snúa baki við stjórninni og segja af sér vegna þess sem þau sögðu undirlægjuhátt í garð Evrópusambandsins og sér í lagi Þýskalands. Tsipras segist munu starfa áfram sem formaður þar til að nýr hefur verið valinn. Hann er sá sem hefur lengst gegnt formannsembættinu í nítján ára sögu flokksins. Grikkland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Tsipras gegndi embætti forsætisráðherra Grikklands á árunum 2015 til 2019, á tíma þegar Grikkjum var gert að sæta ströngum aðhaldsaðgerðum í efnahagsmálum vegna skuldastöðu sinnar til að hægt væri að tryggja gríska ríkinu frekari lán. Kröfðust margir þess á sínum tíma að Grikklandi yrði vikið úr evrusamstarfinu vegna stöðunnar. Hinn 48 ára Tsipras greindi frá ákvörðun sinni í sjónvarpsávarpi í morgun. Hann sagði tíma til kominn að „hefja nýja hringrás“ og að þetta tap í kosningunum yrði að verða nýtt upphaf þeirrar hringrásar. Sagði hann ennfremur að boðað yrði til formannskosninga í Syriza þar sem hann yrði sjálfur ekki í framboði. Syriza hlaut um átján prósent atkvæða í þingkosningum um liðna helgi þar sem hægriflokkurinn Nýtt lýðræði tryggði sér meirihluta og mun þannig áfram fara með stjórn landsins. Tsipras og Syriza komst á sínum tíma til valda í landinu vegna loforða um að berjast harkalega gegn hinum ströngu aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins. Fjölmargir háttsettir innan vinstristjórnar Syriza áttu þó eftir að snúa baki við stjórninni og segja af sér vegna þess sem þau sögðu undirlægjuhátt í garð Evrópusambandsins og sér í lagi Þýskalands. Tsipras segist munu starfa áfram sem formaður þar til að nýr hefur verið valinn. Hann er sá sem hefur lengst gegnt formannsembættinu í nítján ára sögu flokksins.
Grikkland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira