Draga úr fjölda hælisleitenda í Reykjanesbæ og vilja auka virkni Eiður Þór Árnason skrifar 29. júní 2023 13:10 Nokkur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd dvelja í búsetuúrræði Vinnumálastofnunar á Ásbrú. Vísir/Arnar Vinnumálastofnun hyggst draga úr fjölda þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ og reyna að finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús fyrir umsækjendur í Reykjavík. Stofnunin hefur ásamt Reykjanesbæ kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við þeim mikla fjölda sem dvelur þar samanborið við önnur sveitarfélög. Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í bænum síðustu mánuði og formaður bæjarráðs sagt innviði sprungna vegna fjöldans. „Meginmarkmiðið er annars vegar að draga til lengri tíma litið úr fjölda umsækjenda sem dvelja í bænum og hins vegar að auka virkni og vellíðan fólks á meðan það bíður eftir afgreiðslu umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu og Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hyggst stofnunin leitast við að fækka umsækjendum sem dvelja í Reykjanesbæ myndist svigrúm í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar eða hjá sveitarfélögum sem stofnunin er með samninga við. Að sögn hennar er einnig unnið að því að fjölga sveitarfélögum sem hýsa umsækjendurna og finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús í samvinnu við Reykjavíkurborg. Þá leiti Framkvæmdasýslan/Ríkiseignir að húsnæði vítt og breitt um landið. Koma á fót virknimiðstöð og efla almenningssamgöngur Aðgerðaáætlun Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar felur meðal annars í sér tómstundaúrræði fyrir fólk á öllum aldri og opnun virknimiðstöðvar sem verður í húsnæði sem áður hýsti Officera-klúbbinn á Ásbrú. Stendur þar til að bjóða upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá, af því er fram kemur í tilkynningu. Í janúar undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Vinnumálastofnun og Reykjanesbær viljayfirlýsingu um að greindar yrðu þær áskoranir sem Reykjanesbær stæði frammi fyrir vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dveljast í sveitarfélaginu á vegum ríkisins og leitað lausna. Áætlunin sem samanstendur af sextán aðgerðum er sögð afrakstur þeirrar vinnu. Að sögn Vinnumálastofnunar eru aðgerðir þegar hafnar samkvæmt áætluninni og hafa börn umsækjenda um alþjóðlega vernd meðal annars sótt tómstundanámskeið í sumar sem komið var á fót á Ásbrú. Þátttaka hafi verið góð og daglega hafi á bilinu 60 til 70 börn tekið þátt á aldrinum sex til sextán ára. Önnur aðgerð sem er sögð þegar hafin snýr að samgöngumálum og er ætlað að mæta auknu álagi á almenningssamgöngur frá Ásbrú og niður í miðbæ Reykjanesbæjar. Fá aðkomu sjálfboðaliða Á næstunni stendur einnig til að koma á fót þróunarskóla í Klúbbnum undir heitinu Friðheimar, auka þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd með aðkomu sjálfboðaliða úr nærsamfélaginu og ráðast í hugmyndasöfnun meðal umsækjenda um það hvað fólk vilji helst gera og hvernig virkni það mæli með. Jafnframt kemur fram í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar að þjónustu- og móttökuteymi alþjóðateymis Reykjanesbæjar muni verða tvo morgna í viku á Ásbrú með upplýsingagjöf um þá þjónustu sem bærinn veiti og leiðbeina fólki varðandi nytsamlega hluti. Hælisleitendur Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. 23. júní 2023 19:35 Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. 22. júní 2023 11:40 Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. 21. júní 2023 11:23 „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Stofnunin hefur ásamt Reykjanesbæ kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við þeim mikla fjölda sem dvelur þar samanborið við önnur sveitarfélög. Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í bænum síðustu mánuði og formaður bæjarráðs sagt innviði sprungna vegna fjöldans. „Meginmarkmiðið er annars vegar að draga til lengri tíma litið úr fjölda umsækjenda sem dvelja í bænum og hins vegar að auka virkni og vellíðan fólks á meðan það bíður eftir afgreiðslu umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu og Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hyggst stofnunin leitast við að fækka umsækjendum sem dvelja í Reykjanesbæ myndist svigrúm í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar eða hjá sveitarfélögum sem stofnunin er með samninga við. Að sögn hennar er einnig unnið að því að fjölga sveitarfélögum sem hýsa umsækjendurna og finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús í samvinnu við Reykjavíkurborg. Þá leiti Framkvæmdasýslan/Ríkiseignir að húsnæði vítt og breitt um landið. Koma á fót virknimiðstöð og efla almenningssamgöngur Aðgerðaáætlun Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar felur meðal annars í sér tómstundaúrræði fyrir fólk á öllum aldri og opnun virknimiðstöðvar sem verður í húsnæði sem áður hýsti Officera-klúbbinn á Ásbrú. Stendur þar til að bjóða upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá, af því er fram kemur í tilkynningu. Í janúar undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Vinnumálastofnun og Reykjanesbær viljayfirlýsingu um að greindar yrðu þær áskoranir sem Reykjanesbær stæði frammi fyrir vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dveljast í sveitarfélaginu á vegum ríkisins og leitað lausna. Áætlunin sem samanstendur af sextán aðgerðum er sögð afrakstur þeirrar vinnu. Að sögn Vinnumálastofnunar eru aðgerðir þegar hafnar samkvæmt áætluninni og hafa börn umsækjenda um alþjóðlega vernd meðal annars sótt tómstundanámskeið í sumar sem komið var á fót á Ásbrú. Þátttaka hafi verið góð og daglega hafi á bilinu 60 til 70 börn tekið þátt á aldrinum sex til sextán ára. Önnur aðgerð sem er sögð þegar hafin snýr að samgöngumálum og er ætlað að mæta auknu álagi á almenningssamgöngur frá Ásbrú og niður í miðbæ Reykjanesbæjar. Fá aðkomu sjálfboðaliða Á næstunni stendur einnig til að koma á fót þróunarskóla í Klúbbnum undir heitinu Friðheimar, auka þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd með aðkomu sjálfboðaliða úr nærsamfélaginu og ráðast í hugmyndasöfnun meðal umsækjenda um það hvað fólk vilji helst gera og hvernig virkni það mæli með. Jafnframt kemur fram í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar að þjónustu- og móttökuteymi alþjóðateymis Reykjanesbæjar muni verða tvo morgna í viku á Ásbrú með upplýsingagjöf um þá þjónustu sem bærinn veiti og leiðbeina fólki varðandi nytsamlega hluti.
Hælisleitendur Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. 23. júní 2023 19:35 Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. 22. júní 2023 11:40 Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. 21. júní 2023 11:23 „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. 23. júní 2023 19:35
Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. 22. júní 2023 11:40
Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. 21. júní 2023 11:23
„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06