Galtier var sakaður um að hafa sagt of marga þeldökka og múslimska leikmenn vera hjá Nice er hann stýrði liðinu tímabilið 2021-2022.
The Atlhetic greinir frá því að Galtier og sonur hans, John Valovic-Galtier, hafi verið handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Fyrst var þó greint frá málinu á franska miðlinum Le Parisien.
Galtier var fyrst sakaður um kynþáttafordóma og mismunum í garð leikmanna Nice í apríl á þessu ári, en hann hefur neitað sök. Sjálfur segist hann ætla að sækja alla þá sem reyna að sverta mannorð hans til saka.
Paris Saint-Germain head coach Christophe Galtier has been taken into police custody in Nice as part of an investigation into allegations of discrimination at OGC Nice.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 30, 2023
More from @peterrutzler https://t.co/LTi5rAzkN1
Galtier er enn knattspyrnustjóri PSG en hann er þó á förum frá félaginu. Hann gerði liðið að frönsku meisturum í vor, en það var ekki nóg og hann er því á útleið. Talið er að Luis Enrique, fyrrverandi þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins, muni taka við stjórnartaumunum í París.