Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júní 2023 16:30 CERT-IS sá tilefni til þess að vara sérstaklega við útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. vísir Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur. „Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum. Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
„Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum.
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira