Þegar það varð ljóst á dögunum að Dominik Szoboszlai vildi ganga til liðs við Liverpool voru Jurgen Klopp og félagar ekki lengi að bregðast við. Liðið virkjaði í gær klásúlu í samningi Ungverjans sem gerir liðinu kleift að kaupa Szoboszlai á 60 milljónir punda.
Szoboszlai hefur nú fengið leyfi RB Leipzig til að fljúga til Englands og gangast undir læknisskoðun í Bítlaborginni. Szoboszlai er fjölhæfur miðjumaður sem verður áfram dýrasti leikmaður Ungverjalands frá upphafi. RB Leipzig borgaði 20 milljónir punda fyrir hann á sínum tíma en það mat verður rækilega slegið þegar félagaskiptin til Liverpool ganga í gegn.
Szoboszlai er tuttugu og tveggja ára gamalla og skoraði sex mörk á síðasta tímabili fyrir Leipzig auk þess að gefa átta stoðsendingar.