Einar Andri: Í basli varnarlega allan leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 15:57 Einar Andri Einarsson er annar af landsliðsþjálfurum íslenska liðsins. vísir/tom Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Ungverjum í undanúrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs landsliða í handknattleik í dag. Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum liðsins, „Við vorum búnir að skoða Ungverjana vel og vissum að þeir væru með frábært lið og líklegir til að fara alla leið. Þeir voru betri en við í dag en auðvitað situr eftir svekkelsi að við höfum ekki náð fram betri leik, meira í takt við það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum, sagði Einar Andri í samtali við Ingva Þór Sæmundsson eftir leikinn í Berlín í dag. Ísland lenti undir strax í upphafi leiksins í dag og varnarlega náði liðið aldrei takti. „Allan leikinn erum við í basli varnarlega, frá byrjun. Við komumst ekki í snertingu við þá og náum ekki frímínútum. Við fáum tvær brottvísanir í byrjun leiks og það tekur okkur aðeins út af laginu og við erum að elta.“ „Í svona úrslitaleikjum skiptir frumkvæðið miklu máli og þeir ná því. Þetta var súrt.“ Ísland spilar um bronsið á morgun og mótherjarnir þar verða annað hvort Serbía eða Þýskaland sem leika síðar í dag. Einar Andri er viss um að hans menn láti svekkelsið eftir leikinn í dag hafa áhrif á frammistöðuna á morgun. „Þeir eru miklir keppnismenn og sigurvegarar og miklir karakterar sem hafa verið frábærir í þessu móti. Það er alveg ljóst í mínum huga að þeir og við munum selja okkur dýrt á morgun og reyna að ná í bronsið.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir „Fundum okkur eiginlega aldrei í leiknum“ Andri Már Rúnarsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 37-30, í undanúrslitum á HM í dag. 1. júlí 2023 15:48 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
„Við vorum búnir að skoða Ungverjana vel og vissum að þeir væru með frábært lið og líklegir til að fara alla leið. Þeir voru betri en við í dag en auðvitað situr eftir svekkelsi að við höfum ekki náð fram betri leik, meira í takt við það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum, sagði Einar Andri í samtali við Ingva Þór Sæmundsson eftir leikinn í Berlín í dag. Ísland lenti undir strax í upphafi leiksins í dag og varnarlega náði liðið aldrei takti. „Allan leikinn erum við í basli varnarlega, frá byrjun. Við komumst ekki í snertingu við þá og náum ekki frímínútum. Við fáum tvær brottvísanir í byrjun leiks og það tekur okkur aðeins út af laginu og við erum að elta.“ „Í svona úrslitaleikjum skiptir frumkvæðið miklu máli og þeir ná því. Þetta var súrt.“ Ísland spilar um bronsið á morgun og mótherjarnir þar verða annað hvort Serbía eða Þýskaland sem leika síðar í dag. Einar Andri er viss um að hans menn láti svekkelsið eftir leikinn í dag hafa áhrif á frammistöðuna á morgun. „Þeir eru miklir keppnismenn og sigurvegarar og miklir karakterar sem hafa verið frábærir í þessu móti. Það er alveg ljóst í mínum huga að þeir og við munum selja okkur dýrt á morgun og reyna að ná í bronsið.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir „Fundum okkur eiginlega aldrei í leiknum“ Andri Már Rúnarsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 37-30, í undanúrslitum á HM í dag. 1. júlí 2023 15:48 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
„Fundum okkur eiginlega aldrei í leiknum“ Andri Már Rúnarsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 37-30, í undanúrslitum á HM í dag. 1. júlí 2023 15:48