Conor Coady gerir samning til þriggja ára og kemur frá Wolves á sjö og hálfa milljón punda auk eina milljón punda í viðauka. Hann spilaði 317 leiki fyrir Wolves á tíma sínum þar.
Conor Coady joins Leicester City on a permanent deal from Wolves, done and sealed it s official. #LCFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2023
Deal worth £7.5m plus £1m add-ons. pic.twitter.com/tRy3W1Q5qL
Coady er varnarmaður og gengur til Liecester frá Wolves en hann var á láni hjá Everton á síðustu leiktíð. Kaupverðið er sjö og hálf milljón punda auk milljón punda í viðauka.
Harry Winks er miðjumaður og kemur frá Tottenham, þar sem hann er uppalinn. Hann lék alls 203 leiki fyrir félagið en gengur nú til Leicester á um tíu milljónir punda. Á síðustu leiktíð var Winks á láni hjá Sampdoria sem féll úr Seríu A á Ítalíu.
Official, confirmed. Harry Winks leaves Tottenham to join Leicester City it s permanent move. #LCFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2023
Fee around £10m to Spurs.pic.twitter.com/BIAIo89QRs
Leikmennirnir tveir verða eflaust í lykilhlutverki hjá Leicester í Championship deildinni. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni en ætla sér eflaust beint upp.