Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2023 07:57 Nýjasta uppstilling ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, ásamt forseta Íslands, við Jóhann landlausa á dögunum. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent. Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarandstaðan stöðugari Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent. Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent. Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarandstaðan stöðugari Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent. Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira