„Við erum allir í skýjunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 16:00 Brynjar Vignir var góður í marki Íslands í dag. IHF Brynjar Vignir Sigurjónsson var ein af hetjum íslenska U-21 árs landsliðsins sem vann til bronsverðlauna á HM í dag. Brynjar varði fjórtán skot í bronsleiknum gegn Serbum, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslendingar unnu leikinn, 27-23, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. „Þetta er geggjað og planið gekk upp. Við getum orðað það þannig. Við erum allir í skýjunum,“ sagði Brynjar við Vísi eftir leikinn í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Plan íslenska liðsins gekk ekkert svakalega vel framan af leik. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútunum og lenti mest fjórum mörkum undir. En íslensku strákarnir sýndu styrk, jöfnuðu fyrir hálfleik og voru alltaf fetinu framar í seinni hálfleik. „Við náðum okkur ekki í gang fyrstu tuttugu mínúturnar og voru dálítið þungir enda ekkert skrítið. Við töpuðum í gær og vorum svekktir eftir það. En við náðum okkur upp og það var klárlega gott að fá markvörslu. Við fengum hana ekki í gær,“ sagði Brynjar. „Ég er helvíti sáttur og sáttur með strákana að klára þetta svona vel.“ Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir nema allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Brynjar hreinlega var. En margt hefur gerst í lífi þessa unga manns að undanförnu. Hann varð bikarmeistari með Aftureldingu og átti svo stóran þátt í því að Ísland jafnaði sinn besta árangur á HM í þessum aldursflokki. „Þetta er geggjað, algjör veisla. Við getum orðað það þannig. Það er ekkert meira að segja; bara stórkostlegt. Maður þarf bara að halda áfram á þessari braut og gera góða hluti. Nú fær maður smá frí frá handbolta í nokkrar vikur, svo fer maður á fullt aftur og kemur með stæl inn í næsta tímabil með Aftureldingu,“ sagði Brynjar að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Brynjar varði fjórtán skot í bronsleiknum gegn Serbum, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslendingar unnu leikinn, 27-23, eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. „Þetta er geggjað og planið gekk upp. Við getum orðað það þannig. Við erum allir í skýjunum,“ sagði Brynjar við Vísi eftir leikinn í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Plan íslenska liðsins gekk ekkert svakalega vel framan af leik. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútunum og lenti mest fjórum mörkum undir. En íslensku strákarnir sýndu styrk, jöfnuðu fyrir hálfleik og voru alltaf fetinu framar í seinni hálfleik. „Við náðum okkur ekki í gang fyrstu tuttugu mínúturnar og voru dálítið þungir enda ekkert skrítið. Við töpuðum í gær og vorum svekktir eftir það. En við náðum okkur upp og það var klárlega gott að fá markvörslu. Við fengum hana ekki í gær,“ sagði Brynjar. „Ég er helvíti sáttur og sáttur með strákana að klára þetta svona vel.“ Fyrir nokkrum mánuðum vissu fæstir nema allra hörðustu handboltaáhugamenn hver Brynjar hreinlega var. En margt hefur gerst í lífi þessa unga manns að undanförnu. Hann varð bikarmeistari með Aftureldingu og átti svo stóran þátt í því að Ísland jafnaði sinn besta árangur á HM í þessum aldursflokki. „Þetta er geggjað, algjör veisla. Við getum orðað það þannig. Það er ekkert meira að segja; bara stórkostlegt. Maður þarf bara að halda áfram á þessari braut og gera góða hluti. Nú fær maður smá frí frá handbolta í nokkrar vikur, svo fer maður á fullt aftur og kemur með stæl inn í næsta tímabil með Aftureldingu,“ sagði Brynjar að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira