Tjarnarbíó bjargað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 13:09 Sara Martí er eðli málsins samkvæmt sátt við að lausn hafi fundist á málum Tjarnarbíó. Ríkið mun í samstarfi við Reykjavíkurborg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leikhússtýra segist anda léttar. „Okkur hefur ekki verið sagt nákvæmlega hvernig þau ætla að útlista þetta en okkur hefur verið lofað því að það muni ekki koma til þess að við munum þurfa að loka í haust eins og við gerðum áður ráð fyrir,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni dugi núverandi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Gerði Sara ráð fyrir því að leikhúsið myndi þurfa að loka dyrum sínum í haust en nú hefur lending náðst í málinu. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Menningar-og viðskiptaráðuneytið hafi átt í samtali við Reykjavíkurborg um að finna lausn á bráðavanda Tjarnarbíós og um leið að horfa á sameiginlega lausn til framtíðar. Sara Martí segir að ætlunin sé að ríkið, borgin og aðstandendur leikhússins fari í allsherjar þarfagreiningu á rekstri sjálfstæðra sviðslista hér á landi í kjölfarið. Hún segir eðli málsins samkvæmt vera létt vegna niðurstöðunnar. „Það var mjög erfitt að vita ekki fyrir sumarfrí hvort við værum að fara að vera með vinnu aftur í september. Mér er geysilega létt að vita af því bæði fyrir okkur starfsfólkið en líka sjálfstæðu leiklistarsenuna í heild.“ Hún segir næsta leikár vera pakkað og skipulagt í þaula. Gleðitíðindi séu fólgin í því að sjálfstætt starfandi listafólk fái áfram sinn vettvang í Tjarnarbíó. „Það er ótrúlega mikilvægt því við getum ekki framkvæmt listina okkar nema vera með svið. Það er gleðilegt að þurfa ekki að velta rekstrinum fyrir okkur ár eftir ár líkt og ríki og borg leggja nú upp með.“ Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Okkur hefur ekki verið sagt nákvæmlega hvernig þau ætla að útlista þetta en okkur hefur verið lofað því að það muni ekki koma til þess að við munum þurfa að loka í haust eins og við gerðum áður ráð fyrir,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni dugi núverandi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Gerði Sara ráð fyrir því að leikhúsið myndi þurfa að loka dyrum sínum í haust en nú hefur lending náðst í málinu. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Menningar-og viðskiptaráðuneytið hafi átt í samtali við Reykjavíkurborg um að finna lausn á bráðavanda Tjarnarbíós og um leið að horfa á sameiginlega lausn til framtíðar. Sara Martí segir að ætlunin sé að ríkið, borgin og aðstandendur leikhússins fari í allsherjar þarfagreiningu á rekstri sjálfstæðra sviðslista hér á landi í kjölfarið. Hún segir eðli málsins samkvæmt vera létt vegna niðurstöðunnar. „Það var mjög erfitt að vita ekki fyrir sumarfrí hvort við værum að fara að vera með vinnu aftur í september. Mér er geysilega létt að vita af því bæði fyrir okkur starfsfólkið en líka sjálfstæðu leiklistarsenuna í heild.“ Hún segir næsta leikár vera pakkað og skipulagt í þaula. Gleðitíðindi séu fólgin í því að sjálfstætt starfandi listafólk fái áfram sinn vettvang í Tjarnarbíó. „Það er ótrúlega mikilvægt því við getum ekki framkvæmt listina okkar nema vera með svið. Það er gleðilegt að þurfa ekki að velta rekstrinum fyrir okkur ár eftir ár líkt og ríki og borg leggja nú upp með.“
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira