Hinn 22 ára gamli Stefán Ingi hefur skorað tíu mörk í tílf leikjum í Bestu-deild karla það sem af er sumars, ásamt því að hafa skorað eitt í þremur bikarleikjum á tímabilinu.
Nokkuð langur aðdragandi hefur verið að félagsskiptunum og nokkuð síðan var vitað að Stefán væri á leið frá Breiðablik. Nú hefur belgíska B-deildarfélagið Patro Eisden staðfest komu hans til félagsins.
✍️ 𝗦𝗧𝗘𝗙Á𝗡 𝗜𝗡𝗚𝗜 𝗦𝗜𝗚𝗨𝗥Ð𝗔𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗜𝗦 𝗘𝗘𝗡 𝗞𝗢𝗘𝗠𝗣𝗘𝗟!
— K. Patro Eisden Maasmechelen (@patro_eisden) July 3, 2023
👉 De 22-jarige centrum spits komt over van Breidablik Kópavogur uit Ijsland. 🇮🇸
Welkom Stefán en veel succes! 🟣⚪️#koempels #samennaar1B pic.twitter.com/jyhQnzbpae
Stefán kvaddi Blika með tveimur mörkum í jafn mörgum leikjum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu er liðið vann 7-1 sigur gegn Tre Penne frá San Marínó og 5-0 sigur gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi.