Besti körfuboltamaður Svía biður sænsku þjóðina afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:31 Jonas Jerebko í leik með Khimki frá Moskvu í Euroleague árið 2020. Getty/Noelia Deniz Jonas Jerebko samdi við rússneskt körfuboltafélag í miðju Úkraínustríði og fékk vægast sagt slæm viðbrögð í heimalandi sínu. Hann sér nú eftir öllu saman. Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Svíþjóð Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Svíþjóð Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira