Komin sjö mánuði á leið á risamóti í golfi Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 15:31 Amy Olson setti strax stefnuna á að ná US Open eftir að hafa ráðfært sig við kylfinga sem fætt hafa börn. Getty/Raj Mehta Amy Olson hlakkar til að skapa ógleymanlegar minningar á US Open risamótinu í golfi en hún mun spila á mótinu þrátt fyrir að vera ólétt og komin sjö mánuði á leið. Olson, sem er þrítug, vann sig inn á mótið með því að spila 36 holur á sex höggum undir pari og verður því með þegar US Open hefst á fimmtudaginn. Mótið fer í fyrsta sinn fram á Pebble Beach, í Kaliforníu, þar sem US Open karla hefur farið fram. „Þetta verður ein af þessum minningum sem ég mun tala um alla tíð,“ sagði Olson við Golfweek en hún á von á sínu fyrsta barni í september. „Og það að mótið fari fram á Pebble er mjög svalt. Það er frekar magnað að við verðum tvö þarna saman á gangi um golfbrautina.,“ sagði Olson. View this post on Instagram A post shared by Amy Olson (@amyolsongolf) Olson spilaði á Meijer LPGA Classic í síðasta mánuði og náði þar til að mynda holu í höggi auk þess að fá örn tvisvar sinnum. „Það verður gaman að geta sagt litlum dreng eða lítilli stúlku frá einhverju svona, eins og: „Ég náði holu í höggi, ég náði erni í tvígang, þegar þú varst inni í mér“,“ sagði Olson létt. „Þessi augnablik verða eitthvað sem við getum átt saman. Auðvitað mun barnið ekki muna eftir þessu en ég mun segja því frá og eiga þessar minningar um alla ævi,“ sagði Olson. Hún sagðist hafa sent mæðrum á LPGA-mótaröðinni skilaboð og spurt hve lengi fram á meðgönguna þær hefðu getað spilað golf, og komist að þeirri niðurstöðu að það væri möguleiki á að hún gæti spilað á US Open. „Og þetta er á Pebble af öllum stöðum svo að ég hugsaði bara með mér að ég myndi mæta og sjá hvað myndi gerast,“ sagði Olson. Golf Opna bandaríska Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Olson, sem er þrítug, vann sig inn á mótið með því að spila 36 holur á sex höggum undir pari og verður því með þegar US Open hefst á fimmtudaginn. Mótið fer í fyrsta sinn fram á Pebble Beach, í Kaliforníu, þar sem US Open karla hefur farið fram. „Þetta verður ein af þessum minningum sem ég mun tala um alla tíð,“ sagði Olson við Golfweek en hún á von á sínu fyrsta barni í september. „Og það að mótið fari fram á Pebble er mjög svalt. Það er frekar magnað að við verðum tvö þarna saman á gangi um golfbrautina.,“ sagði Olson. View this post on Instagram A post shared by Amy Olson (@amyolsongolf) Olson spilaði á Meijer LPGA Classic í síðasta mánuði og náði þar til að mynda holu í höggi auk þess að fá örn tvisvar sinnum. „Það verður gaman að geta sagt litlum dreng eða lítilli stúlku frá einhverju svona, eins og: „Ég náði holu í höggi, ég náði erni í tvígang, þegar þú varst inni í mér“,“ sagði Olson létt. „Þessi augnablik verða eitthvað sem við getum átt saman. Auðvitað mun barnið ekki muna eftir þessu en ég mun segja því frá og eiga þessar minningar um alla ævi,“ sagði Olson. Hún sagðist hafa sent mæðrum á LPGA-mótaröðinni skilaboð og spurt hve lengi fram á meðgönguna þær hefðu getað spilað golf, og komist að þeirri niðurstöðu að það væri möguleiki á að hún gæti spilað á US Open. „Og þetta er á Pebble af öllum stöðum svo að ég hugsaði bara með mér að ég myndi mæta og sjá hvað myndi gerast,“ sagði Olson.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira