Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 15:51 Starfsmaður Fukushima-kjarnorkuversins sýnir búnað sem á að nota til þess að þynna og á endanum sleppa geislavirku kælivatni út í sjó. AP/Kyodo News Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. Kælivatn kjarnorkuversins varð geislavirkt þegar þrír ofnar þess bráðnuðu í gríðarlega öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í mars árið 2011. Vatninu hefur verið safnað saman, unnið og geymt í um þúsund tönkum við orkuverið. Búist er við að þeir fyllist snemma á næsta ári. Sesín og fleiri geislavirkar kjarnategundir er að finna í kælivatninu. Japönsk stjórnvöld hyggjast sía vatnið til þess að lækka styrk þeirra. Það verður svo þynnt út með hundraðföldu magni af sjó áður en því verður sleppt. Ekki verður þó hægt að lækka styrk geislavirka efnisins þrívetnis áður en vatnið fer út í sjó. Áformunum hefur verið mótmælt í Suður-Kóreu, Kína og á Kyrrahafseyjum. Þá hafa samtök fiskimanna í Japan mótmælt þar sem þeir óttast orðsporshnekki jafnvel þótt að afli þeirra verði ekki mengaður. Sumir vísindamenn segja óljóst hvaða áhrif smáir en langvarandi skammtar af geislavirku efni geta haft og vilja bíða með að losa vatnið. Aðrir telja öruggt að sleppa því en krefjast aukin gegnsæis í eftirliti með geislavirkninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Japönsk stjórnvöld hafa sóst eftir samþykki Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar til þess að gefa áformum sínum aukinn trúverðugleika. Rafael Mariano Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, afhenti Fumio Kishida, forsætisráðherra, lokaskýrslu hennar um áætlunina í dag. Stofnunin segir að áformin veki upp félagslegar, pólitískar og umhverfislegar spurningar. Áhrif kælivatnsins á heilsu og umhverfi ættu þó að vera hverfandi miðað við núverandi áætlanir Japana. Þær séu í samræmi við alþjóðleg viðmið. Japan Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Kælivatn kjarnorkuversins varð geislavirkt þegar þrír ofnar þess bráðnuðu í gríðarlega öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í mars árið 2011. Vatninu hefur verið safnað saman, unnið og geymt í um þúsund tönkum við orkuverið. Búist er við að þeir fyllist snemma á næsta ári. Sesín og fleiri geislavirkar kjarnategundir er að finna í kælivatninu. Japönsk stjórnvöld hyggjast sía vatnið til þess að lækka styrk þeirra. Það verður svo þynnt út með hundraðföldu magni af sjó áður en því verður sleppt. Ekki verður þó hægt að lækka styrk geislavirka efnisins þrívetnis áður en vatnið fer út í sjó. Áformunum hefur verið mótmælt í Suður-Kóreu, Kína og á Kyrrahafseyjum. Þá hafa samtök fiskimanna í Japan mótmælt þar sem þeir óttast orðsporshnekki jafnvel þótt að afli þeirra verði ekki mengaður. Sumir vísindamenn segja óljóst hvaða áhrif smáir en langvarandi skammtar af geislavirku efni geta haft og vilja bíða með að losa vatnið. Aðrir telja öruggt að sleppa því en krefjast aukin gegnsæis í eftirliti með geislavirkninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Japönsk stjórnvöld hafa sóst eftir samþykki Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar til þess að gefa áformum sínum aukinn trúverðugleika. Rafael Mariano Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, afhenti Fumio Kishida, forsætisráðherra, lokaskýrslu hennar um áætlunina í dag. Stofnunin segir að áformin veki upp félagslegar, pólitískar og umhverfislegar spurningar. Áhrif kælivatnsins á heilsu og umhverfi ættu þó að vera hverfandi miðað við núverandi áætlanir Japana. Þær séu í samræmi við alþjóðleg viðmið.
Japan Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03