Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2023 19:21 Bíll árásarmannsins í Tel Aviv í dag. AP/Oded Balilty Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. Yfirlýstur tilgangur Ísraelsmanna með aðgerðinni er að handsama og eyðileggja búðir meintra hryðjuverkamanna í búðunum. The Guardian segir hins vegar að að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða eftir að fjórir ólöglegir ísraelskir landtökumenn féllu í skotárásum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn flæma Palestínumenn frá jörðum sínum og heimilum og yfirtaka eða eyðileggja eignir þeirra með stuðningi eigin hersveita með velþóknun stjórnvalda í Ísrael. Undanfarin ár hafa þessir landtökumenn smátt og smátt dreift sér ólöglega um stóran hluta Vesturbakkans sem tilheyrir Palestínu, án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við með öðru fordæmingum án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Um þrjú þúsund manns hafa flúið búðirnar sem eru aflokað hverfi í Jenin. Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenen halda á manni sem ísraelskir hermenn skutu og særðu eftir að hann kastaði sprengju að þeim.AP/Majdi Mohammed Í dag slösuðust átta manns, þar af tveir alvarlega, eftir að Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks í borginni Tel Aviv í Ísrael. Vegfarandi skaut bílstjórann til bana þegar hann gekk að manninum á meðan hann lá í götunni og skaut í höfuðið af stuttu færi. Búið að breiða plastábreiðu yfir lík mannsins sem ók bílnum. Vegfarandi skaut hann til bana eftir að hann keyrði á fólkið.AP/Oded Balilty Kobi Shabtai lögreglustjóri í Tel Aviv segir ökumanninn hafa verið palestínskan hryðjuverkamanna. „Einn hryðjuverkamaður var drepinn og átta særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu og ástand þriggja er stöðugt. Hinir eru illa slasaðir. Hryðjuverkamaðurinn býr á svæði Palstínumanna og nokkrir tengdir honum voru handteknir. Ég fer ekki út í smáatriði því málið er enn í rannsókn,“ sagði lögreglustjórinn á vettvangi í dag. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Yfirlýstur tilgangur Ísraelsmanna með aðgerðinni er að handsama og eyðileggja búðir meintra hryðjuverkamanna í búðunum. The Guardian segir hins vegar að að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða eftir að fjórir ólöglegir ísraelskir landtökumenn féllu í skotárásum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn flæma Palestínumenn frá jörðum sínum og heimilum og yfirtaka eða eyðileggja eignir þeirra með stuðningi eigin hersveita með velþóknun stjórnvalda í Ísrael. Undanfarin ár hafa þessir landtökumenn smátt og smátt dreift sér ólöglega um stóran hluta Vesturbakkans sem tilheyrir Palestínu, án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við með öðru fordæmingum án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Um þrjú þúsund manns hafa flúið búðirnar sem eru aflokað hverfi í Jenin. Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenen halda á manni sem ísraelskir hermenn skutu og særðu eftir að hann kastaði sprengju að þeim.AP/Majdi Mohammed Í dag slösuðust átta manns, þar af tveir alvarlega, eftir að Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks í borginni Tel Aviv í Ísrael. Vegfarandi skaut bílstjórann til bana þegar hann gekk að manninum á meðan hann lá í götunni og skaut í höfuðið af stuttu færi. Búið að breiða plastábreiðu yfir lík mannsins sem ók bílnum. Vegfarandi skaut hann til bana eftir að hann keyrði á fólkið.AP/Oded Balilty Kobi Shabtai lögreglustjóri í Tel Aviv segir ökumanninn hafa verið palestínskan hryðjuverkamanna. „Einn hryðjuverkamaður var drepinn og átta særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu og ástand þriggja er stöðugt. Hinir eru illa slasaðir. Hryðjuverkamaðurinn býr á svæði Palstínumanna og nokkrir tengdir honum voru handteknir. Ég fer ekki út í smáatriði því málið er enn í rannsókn,“ sagði lögreglustjórinn á vettvangi í dag.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01