Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu sex til sautján stig, mildast á Suðurlandi.
„Hægari norðaustanátt á morgun og úrkomulítið, en stöku skúrir suðaustantil. Heldur hlýnandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 með suðausturströndinni. Bjartviðri suðvestanlands, annars skýjað og stöku skúrir á Suðausturlandi. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast sunnan heiða en svalast við norður- og austurströndina.
Á föstudag: Norðaustan 5-13 og bjart me köflum, en skýjað austantil á landinu. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag: Austlæg átt, skýjað með köflum og smávæta suðaustanlands en úrkomulítið á sunnudag. Hiti víða 15 til 20 stig yfir daginn.
Á mánudag og þriðjudag: Norðaustlæg eða breytileg átt og skúrir á stöku stað. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum sunnanlands.